Vegasjoppurnar.

Vegasjoppurnar fara hríðversnandi, það vantar ekki að það er til nóg
af sælgæti og ruslfæði, en ef þú ætlar að fá þér góða grænmetissamloku,
þá er hún frá einhverju fyrirtæki í Reykjavik eða eitthvað.
Það sem verður ofan á hjá fólki er að nesta sig og kaupa kælir í bílinn,
veit um fullt af fólki sem þegar er farið að gera þetta.
Hér áður og fyrr var stoppað á Brú þar var alltaf heimilis-matur
og það mjög góður. Staðarskáli hefur alltaf verið að mínu mati
afar ógeðfeldur og vona ég fyrir hönd þeirra sem stoppa þar,
að það komi nýr kokkur með nýjum eigendum.
Síðan var hægt að stoppa í Víðigerði, en ekki lengur.
Varmahlíð hefur alltaf haft sinn sjarma. Ég er nú bara að tala hér um nokkrar
vegasjoppur, inni í borgum og bæjum er að sjálfsögðu hægt að fá allt sem þú villt.
Ef þið viljið bæta þjónustuna þá látið vita með því að versla ekki við þessa staði,
nema bensín og ópal Ha.Ha.Ha.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband