Fyrir svefninn.

Á stríðsárunum fluttist mjög lítið af ávöxtum til landsins, og var ætlast til þess,
að það litla sem var, gengi til sjúklinga gegn ávísunum lækna.
kona ein,sem hafði Katrínu Thoroddsen að heimilislækni,
hringdi eitt  sinn til hennar og bað hana að koma til sín í sjúkravitjun.
Þegar Katrín kom þangað, var ekkert að,
erindið var ekki annað en að fá recept upp á appesínur.
Katrín varð fjúkandi vond, settist niður og skrifaði á recept-blað,
að hún segði þennan sjúkling af höndum sér í sjúkrasamlaginu,
fleyði þessum miða í konuna og rauk út.
En kella labbaði sig með blaðið niður í Grænmetisverslun og fékk
appesínur út á plaggið.
Það gat nefnilega engin lesið skriftina.
                             Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband