Það kemur að því.
4.10.2007 | 09:21
Kemur mér ekki á óvart, það hlaut að koma að því að eitthvað bættist við
óhugnaðinn sem fyrir var.
Þetta er nú bara eins og í hryllingsmynd, við höfum nú séð þær nokkrar,
hlegið að þeim, "hvað mönnum dettur í hug". " þvílíkt hugmyndaflug",
en hvað vitum við hvað er til í okkar fögru veröld???.
Harla lítið sem ekki neitt.
Ég man eftir köngulóa mynd sem ég sá í kringum 1994. c.a.
Þar var ein höfuð könguló sem stjórnaði hundruðum köngulóa
í því að drepa fólk, man þetta nú ekki svo gjörla,
en hún endaði með að maður nokkur barðist við drottninguna
og hafði betur. Sonur minn sagði mamma, þú getur ekki horft á þessa mynd,
þér mun finnast hún ógeðsleg,
(trúlega vegna hræðslu minnar á þessum kvikindum)
Nei, mér fannst hún svo heimskuleg að ég nennti varla að horfa á hana.
Þetta er málið við gerum lítið úr náttúrunni og því sem
þar fellst. Að sjálfsögðu er þessi frétt um slímdýrið afar óhugguleg
og hvað er til ráða? Ekkert!.
Skyndileg fjölgun dauðsfalla af völdum heilaétandi slímdýrs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er til ráða? Vera með nefklemmu...
- (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:22
Vafasamt að það dugi, að mínu mati.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2007 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.