Ekki allt í drasli.
4.10.2007 | 17:04
Það var ákveðið í gær að mála ekki meir fyrir jól, uff. hvað ég varð fegin.
það er ekki það að það þurfi endilega að mála, en þið skiljið,
svona aðeins að breyta um liti, en komið nóg í bili.
Það er búið að mála þrjú herbergin,
þau eru öll í grænum litum og gamla skrifborðið á ganginum er
orðið svona antik grænt, ég elska grænt og svo kom flotta rúmið okkar í gær.
Engillinn og ég bisuðumst við að setja það upp, síðan var það undirdýna,
lak, rúmföt og allt gert klárt A Ha.
Engillinn ryksugaði allt húsið og blaut-moppaði.
Áður var búið að viðra og þvo allt sem hann náði í og
ég búin að pússa og þurrka af öllu svo núna er ekki drasl hjá mér.
Systur fóru til Akureyrar, veit eiginlega ekki hvað þær eru alltaf að versla,
báðar að fara erlendis. litlu snúllurnar voru hjá okkur sú stóra
fór í fimleika sá ég hana ekki fyrr en um kvöldmat.
litla snúllan mín var bara að horfa á eitthvað
og passa Neró því hann er skíthræddur hræddur við ryksuguna.
Þau eru sko vinir.
Rúmið okkar er æði sváfum eins og englar
Hún Solla Tengdadóttir mín var að hringja,
er orðin veik svo ég verð örugglega búin að eignast
nýtt barnabarn í fyrramálið þá á ég níu barnabörn, Æ.Æ. nú sef ég ekki í nótt.
Athugasemdir
Rosalega er orðið fínt hjá þér. Ég þarf að fara að reyna að halda áfram heima hjá mér. Það datt botninn úr öllu hjá mér.
Spennandi að heyra um sótt tengdadótturinnar...þú setur inn fréttir um leið og þær berast
Ragnheiður , 4.10.2007 kl. 17:49
Takk Ragga mín, en þú veist nú hvernig þetta er, maður þarf alltaf að vera að ef maður á að halda í horfinu.
Ætla að reina að sofna núna, er svolítið þreytt,
var í höfuð beina og spjald í dag maður getur orðið meira en lítið þreyttur eftir það, en það er æðislegt.
Á ekki von á að lilli minn komi fyrr en í nótt, set inn fréttir um leið og eitthvað gerist.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2007 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.