Fyrir svefninn.

Þótt ég sé orðin þreytt og syfjuð og eigi von á barnabarni í nótt,
ætla ég nú samt að reyna að sofna smá, en áður verð ég að segja eina sögu.

HEIMBOÐ var haldið í húsi einu hér í bæ skömmu eftir
síðustu styrjöld.
Karlar og konur sátu í sömu stofu, en sitt í hvoru horni, við reyk og rabb.
Körlunum var tíðrætt um karlmannsleysið í Þýskalandi, sem væri svo
mikið að konur borguðu karlmönnum 30. mörk fyrir nóttina.
30. mörk segir þá einn í karlahópnum, sem við skulum kalla Jón.
Það er enginn smáskildingur. Maður gæti bara stundað þetta
og lifað kóngalífi.
Þá heyrist hljóð úr horni frá eiginkonu Jóns, og gellur hún við:
,,Ja, hérna! Sér er nú hvert Kóngalífið,
sem þú mundir lifa á 60.mörkum á mánuði, Jón minn!"

                              Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.