Vissi hann ekki.
5.10.2007 | 11:41
Vissi ekki maðurinn að það væri hægt að kæra fólk fyrir of hægan akstur.?
Auðvitað ekki, var bara á rúntinum að sýna sig og sjá aðra.
Hafið þið ekki lent í þessu, t.d. að vera að keyra í bæjum og þorpum
úti á landi, þar eru þetta annað hvort gamlingjar, með derhúfu,
keyra á 10.km.hraða og eru ekkert að hugsa um aðra,
eða unga fólkið með sýniþörfina á rúntinum,
og ég tala nú ekki um þegar tveir vinir mætast stoppa og fara að tala saman,
er þetta ekki alveg dásamlegt, eða þannig.
Þegar ég var stelpa var alltaf farið í morgun-bíltúr niður á höfn á sunnudögum
afi var tekinn með, konurnar voru heima að elda á meðan,
ég man aldrei eftir því að neinn væri að flýta sér.
Þegar ég var orðin unglingur á rúntinum í Reykjavík
þá var heldur engin að reka á eftir okkur, bílarnir voru stopp,
allir að tala saman og svaka fjör.
Ég veit að þetta er ekki hægt í allri umferðinni í dag, en samt,
það vantar allt umburðarlyndi í þjóðfélagið okkar.
![]() |
Ók vísvitandi of hægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
uhummm
Ég var bara 18ára og ólétt í þokkabót, en, já hef gert þetta
Unnur R. H., 5.10.2007 kl. 18:38
Það er einmitt málið: Það vantar umburðarlyndið.
Sigurjón, 6.10.2007 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.