Barnabarn N.o. 9.

Hann fæddist í morgun litli kúturinn hennar ömmu, 17,5 mörk og 54c.m.
hann verður krafta maður eins og pabbi hans hann er víst alveg eins og
Viktor Máni eldri bróðir hans það er nú ekki leiðum að líkjast, svo á hann
9. ára systur sem er að springa úr stolti.
Auðvitað langar manni að fara suður bara núna, en ég kemst ekki strax.
Hér vaknaði maður í morgunn í snarbrjáluðu veðri slyddu-drullu,
bíllinn var alveg klammaður að utan, og ekki nóg með það að um k.l.9,30
fór rafmagnið og kom ekki á aftur fyrr enn um k.l.16.oo.
Sko, versti dagur ever, hugsið þið ykkur ekkert kaffiDevil ekkert ristað brauð
og litla snúllan mín sem er hjá okkur í dag vildi ekkert annað en horfa á vídíó
það var lesið, sungið, litað og bara nefnið þið það, enW00t gerast ekki þegar maður vill.
Núna er rafmagnið komið og þá er hún bara að tala við mig og eitthvað.
Það er verið að elda einhvern mat, en ég verð víst að gera sósuna.
                                Kveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með litla prinsinn. Skilaðu kærri kveðju og hamingjuóskum til Fúsa og Sollu frá mér :)

Þorgerður (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skal gert Þorgerður mín, mér fynnst  afar gaman og vænt um hvað við fylgjumst með hvor annarri, bloggið er nú bara æðislegur samskipta-heimur.
Nonni og Svava eru að koma til okkar á mánudaginn, svo það verður fjör í bæ.  Það væri nú gaman ef mamma þín og pabbi kæmu einhvern tímann,
við sjáum hvað setur.
                 Kveðjur til ykkar allra.
                           Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.10.2007 kl. 20:07

3 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Til hamingju með prinsinn Milla mín  Þetta hefur nú verið meiri dagurinn hjá ykkur. Rafmagnsleysi í heilan dag er nú fullmikið af því góða!

knúskveðja frá okkur hér...

Rannveig Þorvaldsdóttir, 6.10.2007 kl. 21:09

4 Smámynd: Ragnheiður

Innilega til hamingju Milla mín.

Ragnheiður , 6.10.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk kæru mínar. þetta er sú mesta hamingja sem manni hlotnast,
það er að eignast börnin sín, og síðan eru það barnabörnin,
það skylur  engin nema sá sem hefur upplifað það að eignast barnabarn hvað það er alveg sérstök tilfinning ég tala nú ekki um ef að maður tekur á móti þeim, ég er svo lánsöm að hafa tekið á móti fimm af þeim og er það
ólýsanlegt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.10.2007 kl. 21:27

6 identicon

Já, það er alveg frábært að geta fylgst svona með. Þú verður að knúsa Nonna og Svövu frá mér og skila góðri kveðju. Hringdu svo bara í þau gömlu og skipaðu þeim að koma í heimsókn. Þau þurfa bara smá spark í rassinn. Það tekur nú ekki svo langan tíma að keyra til ykkar

Þorgerður (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.