NEI! það getum við ekki.

Mér finnst það sorglegt í þessu velmegunarþjóðfélagi,
að það skuli ekki vera hlúð nægilega vel að, þessum englum okkar.
Kemst ekkert annað að í toppstykki ráðamanna þessa málaflokks,
nema að láta fólk fá sem mynnst,
svo það á endanum verði sjúklingar sjálft, þeir ættu að skammast sín.

Ég á því láni að fagna að hafa ekki eignast langveikt barn,
en það hefur verið nálægt mér, og veit ég fyrir víst að fólk
þarf að vera afar sterkt til að missa ekki heilsuna, vinina og makann
svo eitthvað sé talið upp.
Maður les um þessa engla á blogginu.
Og svo er fólk með skítkast út í foreldra út af þessu og hinuDevil hvað
er eiginlega að  þessu fólki?

Svo eru það systkinin, fara líka illa út úr svona málum.
Fyrir mörgum árum eignaðist lítill vinur minn langveikan bróður,
og mamma og pabbi höfðu mikið að gera,
svo hann ákvað að létta undir með mömmu,
og hann safnaði fötunum sínum bara undir rúm,
þegar hann átti orðið engin föt til að fara í tók hann smá bunka
og fór með hann í næsta hús og bað konuna að þvo fyrir sig
því mamma hefði svo mikið að gera.
Ef þetta segir okkur ekki mikið þá veit ég ekki hvað.
Gerum eitthvað í því að ráðamenn fari að hugsa.
                        Góðar stundir.


mbl.is Getum ekki verið stolt af hjálpinni við langveik börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er eitthvað verulega mikið að forgangsröðuninni í þjóðfélagi okkar í dag Milla mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín það höfum við lengi vitað, manni svíður það að
ráðamenn okkar þjóðar, skuli setja sína hagsmuni ofar öllu,
það á bara að borga litlu englunum okkar sem mynnst.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband