Fyrir svefninn.

Kolbeinn í Unaðsdal var hraustmenni og kvennamaður.
Stúlka í nágrenninu kenndi honum barn, en Kolbeinn synjaði,
þar sem stúlkan var trúlofuð.
Málið kemur nú fyrir sýslumann Ísfirðinga sem þá var
Magnús Torfason, en hann var orðhagur og bermáll
og ókværilátur í feimnismálum.
Stúlkan skýrði svo frá atvikum barnsgetnaðarins, að Kolbeinn
hafi haft samfarir við sig í bæjardyrunum snemma morguns,
og enginn hafi verið kominn á fætur nema hún. Hún sagðist hafa
margsagt Kolbeini, að unnusti hennar væri að klæða sig
og gæti komið að þeim á hverri stundu.
,,Og linaði hann þá ekki á?" spurði sýslumaður.
,,Nei, nei," svaraði stúlkan.
Þá varð sýslumanni á orði:
,,Það er kjarkmaður, Kolbeinn í Dal."

Úr Íslenskri fyndni.

Svona var þetta í þá daga. Hefur það nokkuð breyst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.