Fyrir svefninn.

Sigurður á Jörfa orti þessa vísu til seinni konu sinnar.
Hún hét Ragnheiður Eggertsdóttir frá Fitjum í Skorradal.
Þeim hjónum samdi ekki, enda skildu þau.

                    Daglegt brauðið dauflegt er
                    með deilu og þungum orðum.
                    Þykir hátíð, þegar er
                    þögn og fýla á borðum.

                                   Ef allt þetta fólk--

                   Ef allt þetta fólk fær í glitsölum himnana gist,
                   sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist,
                   þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort mikils sé misst,
                   þótt maður að síðustu lendi í annarri vist.

                                        Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Ég bara elska að heita Ragnheiður

Unnur R. H., 13.10.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Ragnheiður

Já það er flott nafn

Ragnheiður , 14.10.2007 kl. 17:29

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er nú samt alveg viss um að þið eruð hvorugar líkar þeirri
konu sem um ræðir,
Ragnheiði frá Fitjum í Skorradal.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.10.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband