Dauða-refsing???.

Dauðarefsing ég held að hún væri of góð fyrir suma.
Þetta er sá mesti óhugnaður og það sárasta  sem maður les um.
Hugsið þið ykkur hvað heimurinn er orðinn sýktur.

þessir menn sem framkvæma slíkan verknað eru að sjálfsögðu geðbilaðir,
Sumir gera þetta vegna þess að þeir eru í alvöru geðbilaðir.
Aðrir eru bæði geðbilaðir, algjörlega siðlausir og gerast barnaníðingar,
barnaræningjar og framleiðendur barnakláms af einskærri fégræðgi,
bæði vegna sjálf síns, og ekki síst vegna þess
að heimurinn kaupir þesskonar myndbönd dýrum dómi.

Níðingsháttur af þessu tagi hefur tíðkast frá alda öðli,
en hvernig getum við reynt af fremsta megni að koma í veg fyrir slíkt.
Við getum aldrei algjörlega komið í veg fyrir það.
Gætum kannski alið börnin okkar upp í þeim anda,
að bera virðingu fyrir sjálfum sér og  öðrum,
gefa þeim þann kærleika og tíma sem þau þurfa,
láta þau ekki upplifa höfnun frá neinum,
fylgjast afar vel með hvað er að gerast í kringum þau
t.d. í vinahópnum og í skólanum.
Það þarf að grípa inn í ef eitthvað er að, ekki láta það dragast,
og það þarf að trúa og treysta börnunum sínum.

Hvernig einstaklingar haldið þið að þau verði ef þau fá aldrei
neitt frá okkur.
Ég er ekki að segja að þau verði níðingar,
en þau gætu orðið auðveld bráð fyrir þá.

Ég er ekki sérfræðingur, en þetta er mín skoðun,
og við þurfum að byrja á englunum okkar afar ungum. 
                           Góðar stundir.


mbl.is Handtekinn fyrir að nauðga þriggja ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hofy sig

Persónulega hef ég alltaf verið á móti dauðarefsingum margra hluta vegna, fer þó ekki nánar út í það hér. En nú finnst mér ekki annað koma til greina, þvílíkur óhugnaður, það er greiði við samfélagið að taka hann af lífi sem allra fyrst.

hofy sig, 16.10.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Burt séð frá mínum skoðunum á dauðarefsingum og öðru í kringum svona mál,  þá veit ég fyrir víst að ef svona gerðist fyrir mína þá mundi ég
taka refsinguna í mínar hendur, mundi allavega reina það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband