Snúllurnar.

Milla mín kom heim frá  Kaupmannahöfn í gær,
svo litlu snúllurnar okkar eru farnar heim sem er reyndar bara
þarnæsta hús, þær eru búnar að vera í fimm daga og var það alveg yndislegt,
pabbi þeirra kom á kvöldin og borðaði með okkur,
síðan las hann fyrir þær.
Við vorum að koma frá þeim núna, urðum að fara að sjá öll
fötin sem keypt voru á þessar skvísur, það sem er ekki til á þessi börn,
það var auðvitað haldin tískusýning  fyrir okkur, og sú litla nýtur þess engu
síður en sú eldri, þær eru bara flottar þessar stelpur.Kissing
það kemur mér ekkert á óvart,
þær eru nú einu sinni Æ.Æ.Æ. segi ekki meir.Whistling

P.s. Á föstudaginn kemur sækjum við stóru snúllurnar, mamma þeirra 
      er að fara til U.S.A. þær verða í viku. Það verður nú meira fjörið.
      hlakka til.                    Góða nótt.

Má til að segja ykkur smá," ,, ég segi stundum við Aþenu Marey amma er svo rík."
Þá segir hún."    Amma það er að því að þú átt  mig og svo telur hún upp  öll
                          barnabörnin og alla."               Hvað er til betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Frábær færsla frá frábærri ömmu um frábær barnabörn...

Það er svo gaman að þessum krílum.

Ragnheiður , 16.10.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragga mín, já það er gaman að þeim,
börnin eru bara stórkostleg.
              Njóttu dagsins þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2007 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband