Miðstéttin drekkur meira en áður var talið.
17.10.2007 | 15:27
Hef nú alltaf vitað að þeir væru skrítnir Bretarnir,
en finnst ykkur ekki hlálegt að árið 2007 eru þeir ennþá
að tala um lástétt, miðstétt og aðalinn.
Heilbrigðismála-ráðherra Breta Dawn Primarolo, gaf í gær til kynna
að ekki væri lengur nóg að beina forvörnum að útúrdrukknum unglingum,
heldur væri tími til komin að beina sjónum að fullorðnu, vel stæðu fólki
sem hefði of lengi, drukkið of mikið.
Þetta er svo líkt þeim, halda endalaust að þeir geti stjórnað úr pontu.
Ekki beita þeir forvörnum að fullorðnu fólki, það verður sjálft að vilja
hætta að drekka, svo er það allavega á voru fróni.
Það er flott að vera með forvarnir við börnin,
en fullorðna ráða þeir ekkert við,
enda hafa Bretar ávallt drukkið meira en góðu hófi gegnir.
Lástéttirnar á börunum, miðstéttirnar í einkaklúbbunum og aðallinn
aðallega heima hjá sér, svona í stórum dráttum.
Þeir mundu aldrei hætta að drekka af hræðslu við umtal næsta manns,
eru svo yfirmáta spéhræddir greyin.
Það þykir svo fínt að drekka þar á Bæ.
Ég er nú bara aðeins að viðra þessa skoðun mína.
Mín skoðun er líka sú að skondið þykir mér,
að aldrei sé hægt að drekka bara eitt glas, Nei helst þangað til
menn vita ekkert í sinn haus, og verða sjálfum sér til skammar.
Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.