Kátir dagar.

hef heyrt fólk kvarta undan því að því leiddist, það hefði ekkert að gera.
Ég er nú als ekki sammála því. þegar maður var að ala upp sín börn þá var
ætíð nóg að gera. Það var allt gert heima saumað, prjónað, bakað og útbúinn
haustmatur, gerðar fiskbollur, kjötbollur og sett í frost,
svona bara til að eitthvað sé nefnt, nú konur voru líka að vinna úti,
þó ég hafi ekki farið út að vinna fyrr enn börnin voru orðin stálpuð.
Síðan kemur að því að maður hættir að vinna,
þá hélt maður að það kæmi að því, sem fólk var að segja um leiðindin,
nei, eins og ég sagði er ég ekki sammála því,
ég hef aldrei upplifað skemmtilegri tíma
heldur en þessi ár síðan ég hætti að vinna.
Við höfum nógan tíma til að gera allt það sem við viljum,
og erum beðin um, við fórum í morgun að fá okkur kjöt,
síðan að versla í kaskó, í apótekið að ná í lyf og ýmislegt,
keypti mér nýjan stækkunar spegil n.o. 7.
maður verður nú að sjá til að mála sig. Fórum svo að ná í Aþenu Marey
á leikskólann og Viktoríu Ósk í skólann síðan heim og þær fóru í Íþróttaleik.
Segi svo einhver að maður þurfi að láta sér leiðast.Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband