Fyrir svefninn.

Í Borgarfirði eystra áttu heima systkin, sem hétu Árni og Guðfinna.
Þau voru fákæn mjög.
Eitt sinn var Árni sendur upp á Fljótsdalshérað.
Er hann kom úr ferðinni, var hann spurður frétta,
en hann kvaðst engar fréttir segja,
nema að maður hefði orðið kvaddbráður upp á heiði.
Þá ætlaði systir hans að leiðrétta hann og sagði:
,, Mikill einfeldingur ertu, Árni bróðir. þú áttir að segja látbráður."
Þá reiddist Árni og sagði:
,, Vitlaust er það hjá þér. Bráðlátur varð hann."
                           Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband