Fyrir svefninn.

Jóhann hét gamall bóndi, sem bjó í afdalakoti á austurlandi.
Kona hans veiktist, og fékk Jóhann mann af næsta bæ til að vitja læknis,
sjálfur sat hann yfir konu sinni.
Löng leið var til læknisins, en þegar hann loks kemur,
situr Jóhann við rúm konu sinnar með grautarskálina
og er að reyna að mata hana og segir: ,,Hana taktu við, taktu við."
,,Hvað er þetta maður," segir læknirinn,
eftir að hafa virt konuna fyrir sér. ,,Sérðu ekki, að konan er dáin?"
,,Og það er kergja líka," svaraði Jóhann gamli.

                         Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svona hlýddu kerling !! he he

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband