Ógnar þetta ekki.

Hvenær hefur ekki verið hægt að selja konum alla skapaða hluti,
bara ef þeir eru nógu dýrir þá eru þeir keyptir.
Haldið þið ekki að það sé fínt að segja:
,, já ég nota nú Radiance-kremið frá Laaaaaaaa Prairie, hefurðu prófað"?
það er algjört æði.
Í fullri alvöru stelpur, allar höfum við frjálst val.
Ég er búin að prófa allt sem nöfnum tjáir að nefna í gegnum mín mörgu ár,
og ég veit að það eru rannsóknastofur á bak við þessi stóru
snyrtivöru-fyrirtæki,
af hverju haldið þið að þetta sé svona dýrt???.
Einu sinni var ég að horfa á þátt á B.B.C. frá frægum snyrtivörurisa,
Þar var talsmaður þeirra, doktor í einhverjum fræðum að segja frá því
að það væri ekkert krem sem gerði það sem auglýsingin hljóðaði upp á,
þeir vildu bara vera hreinskilnir, afar klók auglýsing,
enda jókst salan á þessum vörum um allan helming,
þeir voru svo flottir að segja bara sannleikan,
enda voru þeir að því.
Ég er fyrir mörgum árum byrjuð að nota innlenda vöru framleidda úr Íslenskum jurtum
og er ég mjög ánægð með það.
Bara mín skoðun.


mbl.is Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband