Nýt þess í botn.

Já ég nýt þess að vera á fullu í matargerð og umhugsun um allar
snúllurnar mínar og  Ingimar minn, gæti þetta náttúrlega ekki nema
að því að engillinn hjálpar til, sem er ekki sjálfgefið að karlmenn geri.
Sko nema að þeir séu vel uppaldirInLove og ástin sé með í spilinu.
Eins og ég sagði í vikunni þá voru búálfarnir á ferð.
Milla mín er enn þá að drepast í bakinu,
svo ég var með kjúlla fyrir okkur í gær, og Milla kom með Ingimar,
þegar við vorum búin að borða, lagðist Milla upp í mitt, besta rúm í heimi.
síðan voru öll börnin komin upp í til hennar,
Ingimar sat á stólnum við hliðina á rúminu.
Mundi ég þá allt í einu eftir súkkulaðinu sem Milla gaf mér frá Köben.
Þetta var sko ekta gúmilade frá Georg Jensen. Ég náði í það upp í skáp.
Og allir fóru að borða súkkulaði upp í rúmi, ég var ekki lengi að ná í myndavélina,
það verður spennandi að sjá þær myndir, meira að segja Neró var uppi í rúmi.

Í morgunn fór ég með allar snúllurnar í Íþróttaskólann,
það var náttfatadagur hjá þeim,
sko það er nú reyndar bara Aþena sem er í skólanum,
en hinar vildu fara með, síðan sótti ég þær
og við fórum hingað heim í hádegis-snarl, um k.l.3. hringdi Milla og sagði að
Ingimar væri kominn heim og þær mættu hlaupa yfir,
síðan væri okkur boðið í kvöldmat hjá þeim.
Nú þær fóru allar til Millu og ég skreið upp í rúm og steinsofnaði.
Fórum síðan í matinn.
Þetta er búin að vera æðislega skemmtileg vika.
Takk fyrir hana.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigðu góða helgarrest. kveðja frá Selfossi

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín sömuleiðis
Kveðja frá Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.