Klukkutími???.

Nú spyr ég þá sem vit hafa á málum.
Var nauðsynlegt að láta farþegana bíða í klukkutíma
áður en þeir komust frá borði?.
Vita þeir ekki hvernig fólki líður þegar svona nokkuð kemur fyrir?
Eða eftir hverju var verið að bíða?
mbl.is RNF: Hálka stærsti þátturinn í því að flugvélin rann út af braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fyrst þurfti að bíða eftir stigum fyrir farþegana og svo rútum til að keyra þau í flughöfnina, foreldrar mínir voru í vélinni og voru ekki komin heim fyrr en um 5 í morgun, upprunalegur komutími var 23:20.....

íris (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:00

2 identicon

sko, ég held að það sé ekki rúta í biðstöðu eftir því að eitthvað svona gerist,það þarf að kalla út rútu, fá stiga, skoða vélina, og svo margt sem að fer í gang í svona málum, það tekur allt tíma í þjóðfélaginu í dag, því miður, en ég held að það sé málið , það  þarf að kalla út rútu, koma henni á staðinn,sem tekur tíma, og allt það ferli sem að fer í gang, þar sem að enginn var slasaður og ekki þannig séð hætta á ferðum í vélinni, þá er fólkið bara látið vera inni í vélinni, þar sem að það er heitt í vélinni, var ekki snjór og frost þarna í nótt,?? held það þá held ég að það sé nú skárra að vera inni í velinni heldur en úti á flugbrautinni í kulda og viðbjóði, fólk pottþétt illa klætt þar sem að fólk er að koma  úr hita og sól, fólk á náttúrulega, eðlilega von á því að það sé rani sem það gegnur í gegnum til að komast í flughöfnina.... en mikið er gott að ekki ´fór verr, þar sem að það hefði sko örugglega geta farið verr.

Maggi (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:03

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Íris voru þau ekki orðin þreytt?

Það var sko gott að ekki fór ver, ég veit að hlutirnir taka tíma,
en það er stutt í Keflavík og stigabílarnir eru til staðar.
Skrifin þín eru alveg rétt, en það er eins og engin sé að flýta sér nútildags

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2007 kl. 15:15

4 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

manni finnst skrítið að leifsstöð hafi engan tiltækan bíl í þessum aðstæðum (og klukkutíminn varð einn og hálfur fyrir marga, rúturnar komu ekki allar í einu)    

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 28.10.2007 kl. 15:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einkennilegt að fólki hafi þurft að bíða í klukkutíma, það hljóta að hafa verið til tæki til að koma fólkinu niður.  Hvað ef kviknað hefði í vélinni ?  Ekki traustvekjandi að mínu viti.  Og þeir áttu þá að minnsta kosti að senda einhvern til að tala við fólkið, einhvern sem gat veitt áfallahjálp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 15:38

6 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

eða bara spurja hvort það sé í lagi með farþegana ...

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 28.10.2007 kl. 16:28

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er eins og það sé engin viðbragsáætlun fyrir svona atvik, það getur ekki hafa verið skemmtilegt fyrir fólkið að bíða svona eftir langt flug.

Huld S. Ringsted, 28.10.2007 kl. 17:12

8 identicon


Það tekur nú smá tíma að keyra frá flugstöðinni(þar sem stigabílar eru geymdir) og að þeim stað sem vélin rann út af og þeir gera lítið gagn án farartækja til að flytja fólkið að flugstöðinni.

Næstu rútur á þessum tíma eru væntanlega hjá SBK, það þarf að hringja í einhvern þar, hann þarf að finna bílstjórana sína og ræsa þá út. Þeir þurfa að koma sér í vinnuna og ná í rúturnar og mæta upp eftir. Þetta er sennilega tímafrekasti liðurinn.

Eins og aðstæður voru í nótt þá er ekkert skrýtið við það að fólkinu hafi verið haldið í flugvélinni enda engin ástæða til að senda það út í kuldann nema ef kveiknað hefði í sjálfri flugvélinni og þá hefðu þar til gerðar neyðarrennur verið notaðar og viðbragðsáætlun flugvallarins sett í gang. 

Dæmi um tímaröð

1. 0:00:00 - Flugvélin fer útaf   

2. 0:00:30 - Flugturni tilkynnt um málið 

3. 0:02:00 - Vallarstarfsmenn(slökkvilið/öryggisverðir) skoða aðstæður

4. 0:07:00 - Skoðun leiðir í ljós að flugvélin fer ekki neitt

5. 0:08:00 - Starfsmenn (væntanlega IGS) ræstir og beðnir um að koma með stigabíl(a)

6. 0:08:30 - Kallað eftir rútum til að flytja farþegana.

7. Starfsmenn rútufyrirtækis ræstir út...  hér yrði mesta töfin 30 mín plús jafnvel

8. 0:40:00 - Fyrstu rútur mæta að flugvallarsvæðinu

9. 0:45:00 - Fyrsta rútur komnar að flugvél



Þetta er auðvitað bara hreinar ágiskanir hvað tímann varðar en málið er bara það að við erum að horfa á óhapp verða snemma sunnudagsmorgun, kalla þarf fólk utan úr bæ til flutninga á farþegum og atvikið sem slíkt myndi væntanlega verið flokkað sem minniháttar flugatvik(engin slys á fólki og lítið sem ekkert tjón) og því ekkert í ferlinu sem kallað á meiri viðbrögð.





Karl (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 17:53

9 Smámynd: Ingólfur

Mér finnst það ótrúlegt að Keflavíkurflugvöllur sé ekki með eigin rútur til taks í svona tilfellum. Nóg eiga þeir af sérhæfðum tækjum þannig að 2-3 rútur. Eða þá að hafa samning við FlyBus sem væntanlega eru með rútur staðsettar þarna á flestum tímum sólarhringsins.

Hvað er gert þegar farþegar þurfa að yfirgefa flugvélina í flýti? Eru þeir bara látnir bíða við vélina á klukkutíma?

Ingólfur, 28.10.2007 kl. 18:53

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég á von á því að þið hafið horft á fréttir í kvöld.
þar kemur fram sem ég var að tala um, hvernig ætli fólkinu hafi liðið.
Það áttu að koma starfsmenn frá flugstöðinni STRAX til að hlú að fólkinu
á mannúðlegan hátt. það eru yfirleitt flugrútur við stöðina allan sólahringinn.
Heldur fólk að þetta sé í Ameríku nei við erum á okkar litla Íslandi,
það eru ekki langar vegalengdir þarna upp frá. það tekur skamman tíma að ná út á allar brautir. Hefði verið hægt að bruna til og tala við fólkið.
Að mínu mati hefur þetta verið klúður hjá starfsmönnum og enn þá meira klúður hjá áhöfn vélarinnar.
Svo þætti mér gaman að frétta, hvernig þessu blessaða fólki
reiddi af í gegnum tollinn. kannski hafa þau öll lent í úrtaki.
Þeir verða nú að vinna vinnuna sína blessaðir tollararnir.
Eitt ætla ég að láta út úr mér, flugóhöpp smá og stór,
eru aldrei lítil fyrir þann sem lendir í því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2007 kl. 19:46

11 identicon

FlyBus rútur mæta yfirleitt bara rétt um það bil sem von er á fluginu, annars hvíla þær sig í Reykjavíkinni.

Karl (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 03:37

12 Smámynd: Aron Smári

Ásthildur... að sjálfsögðu eru til tæki til að koma fólkinu úr vélinni, en af hverju að láta 188 farþega út úr vélinni á flughála flugbrautina og kulda þegar þeir geta bara setið rólegir inní hlýrri vélinni. Aðstæður voru einfaldlega þannig að það var engin þörf á að koma fólkinu út því það var ekki í neinni hætt. Auðvitað ef það mundi koma upp eldur í vélinni þá hoppa allir út um neiðarrennurnar og þá verður að koma fólkinu í burtu með öðrum aðferðum, en þar sem var engin hætta var ekki þörf á að koma fólkinu í burtu með vafasömum aðferðum heldur bara beðið eftir rútu sem var lang besta lausnin. Fólk hlýtur að átta sig á því að á þessum tíma sólarhrings er ekkert að gerast á flugvellinum og því lítið starfsfólk og engar rútur til staðar og það þarf að vekja liðið og koma því á völlinn sem auðvitað tekur tíma.

Aron Smári, 29.10.2007 kl. 15:33

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Aron Smári það er nú óþarfi að tiltaka bara Ásthildi hér því það eru fleiri sem hafa talað í þessum dúr. það hefur komið fram að það hafi ekki verið nein hætta, en vissu farþegarnir það þegar ekki var talað við þá strax og var það ekki lágmark að senda fólk til að tala við fólkið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.