fyrir svefninn.

Nýgift hjón voru að sýna vinum sínum íbúðina.
Hún var mjög þægileg og rúmgóð,
og höfðu hjónin sitt hvort svefnherbergið.
,,En hvað gerið þið ," spurði einhver,  ,,ef  ykkur langar að vera saman?"
,, Þá flautar hann," sagði unga konan,  ,,og ég fer til hans."
,, En leiðist þér ekki, ef hann ekki flautar ?" Var þá spurt aftur.
,, Þá fer ég í dyrnar," sagði hún,  ,, og spyr: Varstu að flauta elskan?"

Ragnar Ásgeirsson orti þessa vísu, þegar hann varð fertugur.

                                Lífs mín sól fer lækkandi,
                                loks hún hverfur sýnum.
                                Fer nú óðum fækkandi
                                framhjátökum mínum.

                                        Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

He he, þú ert hressandi fyrir nóttina.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín þú ættir bara að vita hvað þetta er tjúllandi gaman
þær fara nú ekki allar sögurnar inn, bara sumar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.