Grænland.

Mig langar aðeins að ympra á málinu um Grænland, þetta ægifagra land,
og yndislega, en ráðvillta íbúa þess.
Hvernig vorum við Íslendingar þegar við komum út úr moldarkofunum?
Erum varla komin þaðan enn, það tekur nefnilega tíma að aðlagast því.
Grænlendingar komu ekki út úr moldarkofum, heldur snjóhúsum.
Siðmenningin með sína græðgi, skort á siðmennt og vitund um þarfir
þessara frumstæðu þjóðar,
ruddist inn í landið, mokaði og lokkaði fólk í bæjina,
byggði kofa, blokkir og hús, svo ég tali nú ekki um, verslanir og vínbúðir.
þeir komu úr heilbrigðum lífsháttum í eitthvað sem þeir þekktu ekki, 
urðu svo vita ringlaðir á svipstundu.
Endalaust væri hægt að telja upp.
Hugsið þið ykkur alla þessa misnotkun, þetta er óforsvaranlegt.
fólkið er svo veikt að það er orðið samdauna þessu siðleysi,
Spillingin er algjör, því það er hægt að kaupa alla fyrir peninga.
Ætla að benda á að þeir voru ekki með fjárræði þegar þetta byrjaði allt saman.
Nú á að svipta þá því, en hvað ætla þeir síðan að gera til að bjarga
þessari þjóð, sem þeir komu í þennan vanda.
Þarna vantar mikla hjálp.
það er ekki eins og þetta sé í felum.
Nei þetta er bara rétt við bæjardyrnar hjá okkur.
Guð gefi að það sé einhver sem getur snúið þessari þróun við
og hjálpað þessari þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála.  Svonalagað gengur hvergi upp. Og þetta með Guð já.  Ætli stór hluti af þessu sé nú ekki að það var þröngvað uppá Grænlendingana guði sem þeir þekktu ekki neitt.  Best gæti ég trúað því.  Umheimurinn verður að þrýsta á úrbætur.  Þitt innlegg er mikils virði.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband