Viðbót við börnin.

Verð að bæta aðeins við  eftir athugasemd frá blogg vinkonu minni.
Það er um það að við foreldrarnir verðum að kenna börnunum okkar að
bera virðingu fyrir kennurum og öðru fólki.
Að sjálfsögðu gerum við það, er það ekki sjálfsagt.
Ég er nú svo heppin með mín fjögur börn að þau hafa aldrei lent í
félagslegum vandamálum, en það er langt því frá að vera sjálfgefið,
eins er það ekki sjálfgefið að eignast heilbrigð, vel gefin, vel gerð
eða falleg börn, en við elskum þau eins og þau eru.
Við styðjum við bakið á þeim reynum að koma þeim út í lífið með
heilbrigða skynsemi að leiðarljósi, hvort það heppnast eður ei
er bara ekki okkar vandamál því við gerðum eins og við gátum.
Samt þó það heppnist ekki þá styðjum við þau og elskum.
Það sem ég var að meina með fyrra bloggi mínu um börnin,
var það sem snýr að og kemur frá þeim sem ráða. Fyrir utan okkur.
Hugsið þið ykkur bara! Það eru allir sem koma að börnunum
okkar alla daga, og getum við þá ekki gert kröfu um að
samskiptin séu í lagi.
Það er allavega mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fannst fyrri greinin góð Milla mín, mér hefur bara svo oft fundist í gegnum tíðina, þar sem ég hef nú mikið starfað tengt foreldramálum í skólum, að foreldrar hafi rakkað niður kennarana í áheyrn barna sinna og þannig kennt þeim að líta niður á kennara sína. Það eru ótrúlegir hlutir sem börn hafa sagt við kennara sína og þá kemur upp þetta, það læra börnin sem fyrir þeim er haft.  En þetta er svosem orðið vandamál í þjóðfélaginu öllu, unga fólkið okkar fær alls ekki það atlæti sem það þarf og því fer sem fer.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Ásdís mín, ég hef nefnilega líka unnið með börnunum og ég var í barnaverndarnefnd í 8ár. svo að ég kenni þessi mál afar vel.
Þó að við höfum kennt börnunum okkar að bera virðingu fyrir öllum, þá eru það ekki allir, og auðvita hafa börnin allt eftir foreldrum sínum. en unga fólkið okkar eins, og þú segir, fær ekki þann stuðning og virðingu sem það þarf að fá heima og í skólanum og það er ekki að byrja núna.
Ég skal segja þér eina sögu sanna.
Sonur minn var held ég í 7unda bekk. hann hafði kennara sem var ekki mjög góður, einn daginn kallar hann á vin Fúsa míns sem var svolítið minnimáttar hann gat ekki eitthvað svarað honum, hann segir fram á gang,
allur bekkurinn vissi hvað hann ætlaði að gera , Fúsi minn fer fram og er þá kennarinn að fara að berja vin hans, Fúsi tekur höndina á honum og segir þú lemur ekki vin minn. Nú Fúsi minn lenti hjá stjóra og sagði kennarinn sem einnig var yfirk. að Fúsi hefði rifið kjaft og eitthvað, stjóri varð að trúa kennaranum og straffið var að Fúsi fékk ekki að fara í skíðaferðalagið.
Það var ekki tekið mark á vini Fúsa og þeir voru bara 3 frammi á gangi.
Fúsi lenti aldrei í vandræðum með neitt og þetta var afar ósanngjarnt.
yfirkennarinn leifði sér ekkert slíkt eftir þetta, ofbeldið var komið upp á yfirborðið, hann hætti svo árið eftir. Svona framkomu þurfa börnin okkar að þola. Æ Ásdís mín ég gæti endalaust þulið upp, en ég veit að þú skilur alveg
hvað ég er að tala um. Ef einhver er minnimáttar þá er troðið á honum.
Kær kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband