Fyrir svefninn.

Einn af þeim, sem komust lífs af, þegar togarinn ,,Jón forseti" fórst,
var spurður að því, 
hvort hann hefði ekki verið vel kunnugur tilteknum manni,
sem var skipverji á togaranum.
,, Jú, Jú," svaraði hann. ,,Það var ágætur maður.
Ég þekkti hann vel.
Hann fórst með mér á ,,Jóni forseta"."

Þessa Bragaþraut (oddhendu) gerði Tómas Guðmundsson
um frænda sinn, Gunnar frá Selalæk:

                         Gunnar selur gerir svo vel
                         að ganga með deliríum.
                         Í svarta éli suður á mel
                         hann situr í keliríum.

                                             Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband