Lesblinda.

Betur má ef duga skal, en fagna því sem búið er að gera.
Það er nú búið að taka nokkur árin. Þegar ég var að ala upp mín börn,
var aldrei talað um lesblindu, þetta var talin leti,
sem hefur að sjálfsögðu verið sárt fyrir börnin, þau vissu ekkert
hvað var að hjá þeim.
Ég á dóttir sem er með heyrnablindu, eða svo kallaði  læknirinn það á sínum tíma.
Fór með hana til læknis þegar hún var lítil vegna þess að mér fannst hún ekki
sinna því sem ég sagði og svara mér vitlaust.
Stefán Skafta háls, nef og eyrna, hældi mér fyrir að taka eftir því
að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera.
Hann úrskurðaði síðan að hún væri með heyrnablindu.
Hann sagði jafnframt að börn með þess konar blindu,
yrðu oft utangátta vegna sinna fötlunar í eyra, en það gerðist ekki með
hana henni gekk bara eins og öðrum börnum í skóla.
Í dag gerir hún bara grín af því er hún heyrir eitthvað vitlaust.
Enn við þurfum að vera vakandi yfir börnunum okkar.
Þau eru birtan okkar og framtíðin.


mbl.is Hrökklast úr námi vegna lesblindu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem mér þykkir verst við heyrnablindu að þegar krakkar taka stafsetninagarpróf þá í flestum tilfellum falla þau því þau heyra ekki rétt.

Sjálf var ég talin tossi því ég féll alltaf á stafsetningaprófum en samt sem áður aldrei í venjulegum verkefnum sem voru ekki uplessin

tara (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Berglind

Hef reyndar aldrei áður heyrt þetta kallað heyrnablindu en þetta virðist vera það sama og oft er kallað að vera hljóðvilltu.

Berglind, 7.11.2007 kl. 13:30

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Berglind heyrnablinda og hljóðvilla gæti verið það sama

mjög trúlega, þetta sem ég er að tala um byrjaði í kringum '65 svo það gæti heitið hljóðvilla í dag.

Tara ég vona að þú hafir náð þér á strik með þetta.

Það er enginn tossi fólk er bara misjafnlega lengi að ná hlutunum, og það var enginn skylnimgur og er ekki enn.

Lesblinda og heyrnablinda sjást ekki utan á fólki svo allir sem koma að málum barna þurfa að vera vakandi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband