Allt er til skammar.

Móðir mín er á hjúkrunarheimili, hún er í einbýli núna,
en var í tvíbýli til að byrja með.
Þetta er yndislegt heimili sem heitir Skógarbær,
starfsfólkið er í alla staði gott, nema það sem hún ekki skilur
ekki, suma er hún hrædd við aðra ekki.
Þetta er allavega afar slæmt ástand.
Eitt er alveg fáranlega niðurlægjandi fyrir þetta fólk,
hún þarf að fara í hjólastóla-bíl ef hún fer eitthvað,
en þeir fara ekki einu sinni til Keflavíkur.
Hverss eiga þau að gjalda sem eiga fólk þar.
Nú ef hún ætlaði sér að taka leigubíl til Keflavíkur
þá kostar það hana 22.000.00 það er sú upphæð sem hún fær
á mán. í vasapening. Nú ekki fer hún mikið í svoleiðis ferðir.
Ég spyr nú bara hvernig á þetta gamla fólk
að gera eitthvað sem því langar til.
T.d að fara í hárgreiðslu, fótsnyrtingu og síðan að kaupa sér
föt, andlitskrem og bara allt mögulegt sem konum er
nauðsynlegt,Gjafir það er nú eitthvað sem ekki er hægt.
Að mínu mati er þetta orðið þannig að:,,Þú ert orðin gamall
komin inn á stofnun og vertu bara stiltur, borðaðu þennan óæta
mat sem þér er yfirleitt færður, hættu að kaupa gjafir og allt
sem þig langar í."
Fjölskyldan getur bara gefið þér það sem þú þarft.
Mikil ósköp það getum við og gerum,
en fólkið vill fá að bjarga sér sjálft því langar til að versla
og geta sagt að það hafi verið að fá sér þetta og hitt.
Nú skuluð þið bara spýta í lófana og gera betur við gamla fólkið okkar
sem er búið að þræla allt sitt líf.
það á það skilið að hugsað sé vel um það.
Tek það fram að ég er ekki að setja út á starfs-fólk.
mbl.is Bágborin aðstaða aldraðra rædd í fjárlaganefnd Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er skammarlegt hvernig komið er fram við gamla fólkið hér á landi, eins og ástandið er í dag þá er ekki hægt að segja að manni hlakki til elliáranna

Huld S. Ringsted, 8.11.2007 kl. 13:16

2 identicon

Já, það er sorglegt hvernig aðstaðan er fyrir gamla fólkið. Vona innilega að ástandið fari að batna, annars fer maður að kvíða efri árunum!

Þorgerður (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert nú svo ung elsku frænka, þetta verður orðið svo flott þegar þú þarft að fara á elliheimili.

Hvað er annars að frétta af ykkur.

Héðan er allt gott að frétta, erum að fara suður í næstu viku það á að skíra prinsinn, það er búið að nefna hann á að heita Sölvi Steinn flott og sterkt nafn.

kveðja til ykkar allra þorgerður mín.

Þín fjölskylda á Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband