Margrét Frímannsdóttir og Litla Hraun.

Þetta er ánæjuleg grein sem maður les í 24.í dag
Loksins fer eitthvað að gerast, að sjálfsögðu
löngu orðið tímabært, eins og allir vita,
þó veit maður ósköp lítið um þetta mál sem og önnur
sem ekki beint eru á vegi manns.
Undanfarið hef ég hlutast til um að láta mig þessi mál
sem og önnur varða. Hef komist að því að maður getur
með því að láta í ljós skoðun sína haft einhver áhrif.

Margrét Frímannsdóttir er sú kona sem ég treysti afar vel
til að sinna þessum málum hún er fylgin sér,heiðarleg,
hefur skilning á mannlegum samskiptum og fjandanum ákveðnari,
Hún er ein af þeim stjórnmálakonum sem ég hef haft dálæti á að
hlusta á, sem er fyrir utan minn flokk, það er að segja
ef ég ætla að eiga einhvern flokk í framtíðinni.
Ég sakna Margrétar úr þingsölum.
Þú ert að fara í afar gott starf Margrét,
gangi þér allt í haginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Fínn pistill Milla...alveg sammála

Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.