Bráðum koma blessuð jólin.
30.11.2007 | 10:05
Stór hópur fólks verður eins og endranær í
vandræðum með að halda Jól.
Fólk getur jú farið á hina ýmsu staði til að fá hjálp,
Það fær mat, föt og gjafir, og er það af hinu góða,
en svo fá þeir einhverja úttektarmiða í vissar verslanir
í bænum, sem sumum er ekki vel við. Af hverju? Jú því fynnst það vera gangandi auglýsing fyrir fátækt.
Sumir nota aldrei þessa miða.
Nú segja sumir: ,, það er þeirra mál".
NEI!!! Því það er engin sem vill vera fátækur.
Hvað gerist núna, þegar stór hópur fólks hellist inn í
fátæktar-geirann, sagt er að hluti hópsins mun fá lækkunina
bætta að hluta frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Er ekki alveg að ná þessu, "hluti bættann hluta"
Hvað eiga hinir að gera, hættu þeir kannski allt í einu
að vera öryrkjar, og farnir út á vinnumarkaðinn,
nei ég bara sló þessu fram,
því það er eins og þeir haldi það þessir menn.
Mér dettur í hug barnið sem ég þekkti,
fyrir margt löngu síðan. Barnið var lamað í hjólastól,
en samt þurfti að endurnýja vottorð með vissu millibili
sem þurfti að afhendast tryggingjarstofnun ríkisins
til þess að bætur yrðu borgaðar út. þetta og svo margt annað,
er bara niðurlægjandi fyrir fólk.
Veruleg lækkun bóta hjá sumum öryrkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.