Skemdarverk.

Skemdarverk eru framin á borginni okkar á hverju ári.
Hvernig verður hún orðin á endanum?
Stór spurning, en eðlileg, því það er verið að
breyta ásýnd borgarinnar, í þá átt sem mér hugnast ekki.
Og fyrir hvað, jú peninga. Sumu má breyta og sumt má
rífa í burtu, en það má ekki ganga of langt.
Gamli kjarninn verður að fá að halda sér sem mest,
annars fer persónu og hlýleikinn af borginni.
Það er nú víst búið að skemma nóg.
mbl.is „Eins og bændur hefðu gert í gamla daga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlýleiki bárujárnshúsanna er auðvitað ómælanlegur ;)

Gulli (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað villt þú???

Ég rita mína skoðun, og hún er sú að gamli bærinn okkar með öllum sínum bárujárn, timbur, og steinhúsum á að fá að halda sér sem mest.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2007 kl. 11:43

3 identicon

Gaman að rekast á síðuna þína :)
Einar rakst á hana og lét mig vita af henni.
Langaði að senda vestu kveðjur til ykkar Gísla vonandi hafið þið það gott.

Það er allt gott að frétta af okkur hér gaman að þú sért orðin svona tæknivædd getur sent mér mail.

Ég er búin að reyna 2x að skrifa í gestabókina en ekki komist til skila

Bestu kveðjur úir Njarðvík

Gulla (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 11:47

4 identicon

jimundur minn þetta kennir manni að lesa áður en maður sendir  átti að sjálfsögðu að vera BESTU kveðjur uss ekki gott að V var við hliðiná B á lyklaborðinu í þessu tilfelli

Gulla (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 11:49

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ,Hæ,Hæ, gaman að frétta af ykkur Gulla mín,

Af okkur er allt gott nema ég er alltaf eitthvað slöpp í bakinu, fórum suður um daginn ætluðum í skýrn hjá Sollu og Fúsa, en ég komst aldrei út úr húsi vegna bak kvala,

þau komu bara í bæjinn með Sölva Stein, en svo var hann skýrður litli prinsinn minn.

Kærar kveðjur frá okkur Gisla til ykkar allra.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.