Dagur hugarþels.
3.12.2007 | 20:39
Hafið þið ekki tekið eftir því, að sumir dagar
eru svona eins og hugurinn sé fyrir utan sjálfan sig,
og ef einhver yrðir á þig, þá hugsar þú er verið
að tala við mig, en það er ekki um neinn annan að ræða
því þið eruð bara tvö.
Svona dag er ég búin að eiga, það er svo margt sem sækir
að manni, og maður dettur inn í þetta hugarástand.
Það kemur ekki oft fyrir, að ég er ekki búin að fara í sturtu
og laga mig til, fyrr en um hádegi, og svona silaðist dagurinn áfram
í þessum dúr. Talaði við Fúsa og Sollu mína í Njarðvíkunum,
litli Sölvi Steinn fór náttúrlega að gráta er hann
heirði í ömmu sinni, vildi koma til hennar, (´öllu má nú nafn gefa
hann er 2 mán.)talaði líka við Írisi mína í Garðabænum,
síðan Dóru elstu mína á Laugum,
síðan hringdi Milla mín um sex leitið,
hún var að læra í allan dag, Ingimar var heima og fór
hann með ljósálfana mína til Ódu ömmu,
hún bauð þeim í smákökubakstur, og allt var bara gott hjá öllum.
Sit hér við tölvuna mína og horfi á glampana frá friðaljósinu
sem við kveiktum á fyrir litla drenginn í Keflavík.
Drottinn sem ræður öllum þjóðum yfir,
uppspretta lífsins, kjarni þess sem lifir,
leiddu oss gegnum lífsins böl og þrautir,
leiðbeindu oss að ganga réttar brautir.
Láttu þinn kærleikskraft oss alla styðja,
kenn oss að lifa, stríða, vaka, biðja.
Aldrei þín hjálparhöndin frá oss víki,
,,helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.