Fyrir svefninn.

Steinólfur bóndi stundaði rjúpnaveiðar í hjáverkum.
Hann var ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum.
Einu sinni var hann að búast á rjúpnaveiðar,
en brá sér fyrst upp á loft og inn í herbergi
til stúlku einnar, sem þar var.
Kona hans mun hafa haft veður af þessu og þótti
bónda sínum dveljast fullengi á loftinu.
Hún fór því á kreik til að vita, hvað títt væri með hann.
Bóndi heyrði hana koma upp stigann. Hann brá við skjótt,
og varð það hans fangaráð, að hann skreið hálfur
inn undir rúm, og þegar kona hans opnaði herbergisdyrnar,
sagði hann hróðugur: ,, ég vissi að átti hérna skot!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband