Efla þarf stuðning við nýbúabörn.

Kemur það eitthvað á óvart, við erum nú búin
að hafa nokkuð mörg ár til að átta okkur á því,
og hefðum allar götur átt að vita það,
nema við séum eitthvað treg, getur það verið?
Nei, Nei, en við gerum aldrei neitt í málunum
fyrr heldur en vandinn er orðinn frekar stór.
Mesta vandamálið er, sem allir loka augunum fyrir,
að það þarf að skylda foreldra í skóla til að læra Íslensku
og undirstöðu atriðin í hvernig maður þarf að bjarga sér
í nýu landi sjálfum sér og börnunum til góðs.
það gengur td. ekki að fólk sem er búið að vera
í landinu í mörg ár þurfi túlk er það sækir til læknis.

Það þarf líka aukinn stuðning við Íslensk börn,
þau eru mörg sem þurfa stuðning og verða hreinlega útundan
vegna manneklu eða hreint út sagt vegna áhugaleysis,
og eða vankunnáttu á því hvernig höndla beri slík mál.
Með fullri virðingu fyrir kennarastétt landsins,
og eigi eru þeir allir með þessu marki brendir.
Þá kenni ég dæmi um alt þar að lútandi.

Ég ætlaði nú að vitna í grein eftir Þorgerði Katrínu,
en mín sjónarmið tóku yfirhöndina,
ekki það að þau séu svo ólík hennar,
en auðvitað orða ég þetta öðruvísi. Ég ætla bara að
tala um eitt, þetta með lesturinn heimafyrir, mér
hugnast það að börnin séu skylduð til að lesa
bækur heima, og segja svo frá þeim er í skólann
kemur, það mundi kannski hvetja þau til frekari lesturs,
en það þurfa að vera bækur sem höfða til þeirra,
eins og td. að þau velji þær sjálf.

Þorgerður Katrín og allir þeir sem eiga að koma að þessum
málum. Byrjum á grunninum, sem eru litlu ungarnir okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband