Fyrir svefninn.

Tveir ónafngreindir menn áttu í erjum,
og kvað annar.

Þó að herrans handaflaustur
hafi ei vandað skapnað þinn,
nelgdist á þig nógu traustur
nesjamennskusvipurinn.

Hinn svaraði.

Vel tókst drottni að gera gripinn,
gleymdist varla nokkur lína:
Dalamennsku sauðasvipinn
sveið hann inn í ásýnd þína.

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úpps!    Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 11.12.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir góðar kveðjur Milla mín og ég vona að þér líði vel á Húsavíkinni minni. Er ekki að koma jólasvipur á bæinn??

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Húsavíkin okkar er fögur að vanda.

Þegar ég lít yfir bæinn og sé niður í miðbæinn yfir brekkurnar og hluta hafnarinnar, ljósin af bryggjunni speglast í sjónum, lít svo upp í fjall og sé jólaljósin á mastrinu. Út um eldhúsgluggann sé ég yfir kinnafjöllin, og þegar Skjálfandinn er sléttur og fjallgarðurinn speglast með sínum sólargeislum í flóanum, þá er ekkert fallegra.

Ég hef það ætíð gott þrátt fyrir alt, það gerir létta lundin sem ég fékk í vöggugjöf.

Elsku Ásdís mín hafðu góðann dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2007 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband