Loksins ein sem þorir.

Sem betur fer eru konur farnar að þora,
fyrir nokkrum árum, áður en kvenna-athvarfið kom,
voru fáar sem gerðu það.
Aðstæðurnar voru líka þannig að þær gátu ekkert farið
höfðu ekkert afdrep sem þær voru hultar í.
Svo þótti það líka skömm að eiga mann,
sem fór svona með konu og börn, þannig að þær voru ætíð
í kóvera hlutverkinu.
Eina skiptið sem ég fór á heilsugæslu eftir minn
fyrrverandi, það þurfti að sauma nokkur spor,
skurðurinn var ca. 5mm. fyrir neðan augað, þá sagðist
ég hafa dottið. Sko halllllló!!!! Algjör asni, en þetta
var hræðslan, og ég réði ekki við hana. Þess vegna
sendi ég þessari konu á Akureyri baráttukveðjur,
og til allra kvenna í sömu aðstæðum,
látið ekki bjóða ykkur þetta. Eitt skuluð þið huga vel að.
Þið haldið að þið elskið þessa menn, en nei þið gerið það ekki,
og það er miklu betra að vera einn, sjálfstæður,
og frjáls.
Gangi ykkur öllum vel.
mbl.is Kona kærir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyr, heir, á þig Jenný þú er frábær penni og að mínu mati kannt að haga orðum þínum þannig, að sumir skilja ekki alveg hvað þú ert að meina.

Það er þá sem fólk verður óöruggt, og úttalar sig í

miður ósmekklegum orðum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk kærlega Hallgerður, ég var lengi vel að efast um réttlæti þess að rita um þetta, barnana minna vegna, en þau verða bara að höndla það, það er að segja ef þau sjá eitthvað athugavert við það.

Ég held ekki

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2007 kl. 13:40

4 identicon

Afar, afar þörf umræða.

Þú nálgast efnið á skemmtilegan en tregablandinn hátt.. fékk mig allavega til að hugsa. 

Bestu Kveðjur, Alfa

Alfa Dröfn (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Alfa Dröfn, umræðan er þörf forvarnastarfið er líka afar þarft.

það þarf að kenna konum að láta ekki bjóða sér upp á þennan viðbjóð. Gangi þér alt í haginn unga kona

með þitt nýja líf.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband