Fyrir svefninn.

Mælt er að, Árni Böðvarsson á Ökrum
hafi sopið á flösku í kirkju, en orðið naumt fyrir að
koma tappanum í, þá er kona hans sagði,
að komið væri að skriftum.
Árni orti þá:
Ég tók upp flösku, tetrið mitt;
--tímann hef ég nauman.
get nú ekki gatið hitt;
Guð náði mig auman.

Réttvíst, guð, er ráðið þitt,
raunum mínum hægðu.
Svona fór nú svallið mitt,
--syndarþrælnum vægðu.

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.