Dæmd fyrir kynferðisafbrot gegn annari konu.

Ég vellti því fyrir mér,
kona dæmd fyrir kynferðisafbrot gagnvart annari konu,
báðar konurnar höfðu drukkið vín,
önnur það ótæpilega að hún sofnaði næstum því
brennivínsdauða,
þannig að hin konan kom vilja sínum fram við hana.
Sko ég er nú ekki alveg græn í gegn, og ætla ég ekki að dæma
þessar konur.
Því það stendur ritað:
,,Dæmdu ekki aðra, fyrr en þú hefur verið í sporum þeirra".

Ég bara spyr, er ekki hægt að hjálpa fólki sem drekkur
svona frá sér ráð og rænu? Ég veit að það er ekki hægt að
hjálpa fólki sem ekki vill hjálpa sér sjálft, en það mætti reyna.
Önnur konan á tvö börn, og þetta er bara sorglegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála, þetta er skelfilega sorglegt.

Öll misbeiting á fólki er slæm án tillits til hver fremur hana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er akkúrat það sem ég meina, hjálpa fólki svo þetta komi ekki fyrir aftur.Nei Hallgerður mín það er ekki drukkið í gegnum fólk. Það væri því betra fyrir fólk sem hefur engan stoppara í sér, að hætta bara að drekka og ef það getur ekki gert það sjálft þá að fá hjálp til þess. það er að segja þegar það finnur þörfina til þess að fá hjálpina.

Pabbi minn sem var besti vinur sem ég hef átt ever, var drykkjumaður, afar sérstakur alki, hann gat verið þurr í mánuði, síðan datt hann í það og það gerðist á 30. mín eða svo, þá stóð hann ekki í lappirnar, kom heim datt í rúmið og svaf úr sér.

þegar hann var í þessu stuðinu þá átti hann þessi elska pokkurnar út um allt hús. Ég er nú bara að segja ykkur þetta svo þið vitið að ég hef staðið í

stórræðum og veit ýmislegt um þessa hluti.

Kveðja til ykkar beggja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2007 kl. 12:02

3 identicon

Mér finnst nú sektargreiðslan og lögmannskostnaðurinn ansi hár.....hefði bara ekki verið betra að gera úti um hlutina svona sín á milli.

Sleppa því að lögmenn og aðrir sem að dómnum koma,hlægi og skemmti sér yfir þessu öllu. 

Margrét (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 08:03

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er ekki allur lögmannskostnaður hár, sá sem brýtur á öðrum, þarf að sjálfsögðu að bæta það,

vegna þess að öll misbeiting er ólögleg.

Ég er nú svo saklaus, að ég tel ekki að dómarar og lögmenn hafi að atlægi þolendur eða gerendur,

í svona málum, eða heldur þú það?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.12.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.