Jóladagar.
25.12.2007 | 23:01
Má til að tjá mig um tilfinningar mínar á þessum jólum.
Þær eru blendnar, allt sem er búið að gerast á síðasta ári,
veikindi, sorg, gleði, hamingja og allt sem ég er búin að vitkast um
í sveitasíma nútímans, blogginu,
hefði aldrei trúað því hefði mér verið sagt það fyrir einu ári eða svo.
Og núna ætla ég að þakka sjálfri mér fyrir þá gleði sem býr
innra með mér í dag, því þið vitið það,
að við berum sjálf ábyrgð á hamingju okkar og hvernig okkur líður.
Ef við viljum endilega vera í sjálfsvorkunnar-ástandinu, þá við um það.
Enn ef ekki þá biðjum við um hamingjuna og fáum hana,
en við verðum að halda í hana með jákvæðni.
Aðfangadagskvöld var yndislegt hjá okkur, borðuðum að venju klukkan sex.
Áður en við hófum borðhaldið báðum við fyrir öllum þeim sem eiga um sárt að binda.
Er búið var að borða allt nema desertinn, fór fólk að ókyrrast,
svo við bárum allt fram í eldhús, og síðan var farið í pakkana.
Það var afar rólegt og gott, bara smá æsingur, en við erum ekki mikið pakkafólk.
Svo það tekur ekki langan tíma að rífa upp, en alltaf koma gjafirnar manni á óvart
hlýlegar og vel út hugsaðar fyrir hvern og einn
Jóladagur.
Vaknaði klukkan átta í morgunn, borðaði morgunmat, fór aðeins í tölvuna,
síðan upp í rúm aftur og svaf til 12. Þetta gerist bara ekki hjá mér,
að ég sofi út, kannski þetta sé aldurinn.
Við erum bara búin að væflast í dag, lesa og borða afganga,
því jóladagur hjá okkur er letidagur, en svo á morgunn
verða krakkarnir hjá okkur, og þá verður fjör í bæ.
Jóla og kærleikskveðjur til allra sem lesa þessi skrif.
Athugasemdir
Sæl Milla mín. Hér er nú letin allsráðandi í dag, ég svaf til 12 svo til 4 og svo til 7 nú er ég vakandi og ekkert syfjuð, afhverju ætli það sé??
kær kveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 23:05
Yndisleg jól, yndisleg jól...jólakveðja til þín Milla mín
Ragnheiður , 25.12.2007 kl. 23:20
Sömuleiðis til ykkar kæru vinur.
Jólakveðjur.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.12.2007 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.