Þráinn Bertelsson og Illugi Jökulsson.
30.12.2007 | 09:33
Margir góðir pennar eru í blaðaskrifum, en þeir tveir sem ég
hlakka ætíð til að lesa eru þeir Þráinn og Illugi.
Þráinn er bara flottur er hann ritar um sannleikann á sinn
skemmtilega hátt. Og þegar hann talar um litlu Sól og frúnna
þá veit maður, hvað hann er kærleiksríkur maður.
Illugi, mér hefur ætíð líkað vel við hans skrif, hann stingur á,
af hárfínni diplómaytri kurteisi um málefnið sem hann ritar um.
Ég kannast svo vel við lýsingar hans í 24 stundum í gær
er maður var að vinna fyrir flokkinn blindur, af því að afi sagði
og trúði, en það varði nú ekki í mjög mörg ár.
Sem betur fer þá var manni nú kennt að lesa.
Það er eins með Hrafn Jökulsson,
sem situr nú á fæðingarstað langa- langafa míns
sem var fæddur í Ávík í Trékyllisvík á ströndum 1811.
Sá gamli kemur örugglega við þar á stundum, hann hét
Jón Jónasson Wedhólm. Tók hann sér þetta eftirnafn að loknu námi
í kaupmannahöfn, hann bjó sko ved Holmen þá var svo elegant að taka sér
eftirnafnið Wedhólm. hugsið þið ykkur snobbið.
Æ,Æ, nú er ég komin út af sporinu, var að tala um skemmtilega penna.
Þeir eru nú margir góðir , en ég ætla að stoppa við hér, en vona
jafnframt að ég fái sömu skemmtilegheitin áfram.
Takk fyrir mig strákar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.