Heppinn.

Já en sko! Ég kalla þetta stundum að, vera viðutan,
horfa ekki í kringum sig, en kannski er það  vitleysa hjá mér í þetta skiptið,
en vissi ekki maðurinn af þessum línum, býr hann ekki á jörðinni?

Þar sem ég veit að bóndanum hlýtur að líða afar illa
þá sendi ég honum hlýja hugsun.

                             Góðar stundir.
 


mbl.is Tvö hross drápust þegar dráttarvél lenti á raflínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Ég kem til með að uppfræða barnabörnin þín, tvíburana, um umferðarslysaforvarnir þegar ég kem í Framhaldsskólann á Laugum í næsta mánuði. Ég heimsæki Valgerði og hennar nemendur árlega. Gaman að heyra frá þér. Kveðja.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 3.1.2008 kl. 10:15

2 identicon

ég myndi nú ekki kalla það að vera viðutan... það er éljagangur og þar að leiðandi vont skyggni auk þess sem það er fullt af hrossum í kringum vélina.. auðvita þekkir bondinn sína jörð, það þekkir hana enginn betur! en þetta var ekki einhver venjulegur rafmangsstrengur sem settur er til að halda dýrunum innan ákveðis svæðis, heldur þessir sem koma með rafmagnið í hús til dæmis svo þú getir haft afnot af tölvunni þinni!! og þeir eiga að hanga nokkuð mikið lengra upp í lofið heldur en bara einhverja 2 metra frá jörðinni!

lesandi mbl (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Einar Steinsson

Venjulega eru rafmagnslínur það hátt uppi að svona tæki á ekki að ná í þær, en miðað við lýsinguna höfði þær slitnað ú festingum og héngu allt of neðalega og skygni eitthvað takmarkað.

Svo merkilegt sem það virðist vera þá er sjaldgæft að ökumenn eða farþegar skaðist þegar svona kemur fyrir og það er vegna þess að rafstraumur leitar alltaf auðveldustu leiðina til jarðar og sú leið er ekki í gegnum ökumanninn heldur farartækið sjálft sem er að mestu úr málmi og málmurinn leiðir rafstrauminn framhjá ökumanninum til jarðar. Það getur hins vegar verið varasamt að stíga út úr tækinu eftir svona uppákomu vegna rafhleðslu sem hleðst upp í manninum og tækinu við ósköpin.

Einar Steinsson, 3.1.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit alveg hvers konar rafmagn þetta var Lesandi góður,
auðvitað hafa þær hangið óeðlilega niður, en einhver hefur verið utan við sig. Æ fyrirgefið þér mér strákar mínir,
ég hef verið kölluð millimetra konan, svo þá skiljið þið kannski dómhörkuna. Ég verð ætíð svo örg er fólk stofnar sér í hættu í hugsanaleysi.

Ragnheiður gaman að þú skulir vera að fara að Laugum,
Valgerður er alveg stórkostleg kona,
mitt mat er að hún stjórni með slíkri visku, sem að ekki öllum er gefin.
Gangi þér vel að troða forvörnum í elsku börnin.
Eitt má ég til að segja þér, tvíbura snúllurnar mínar eru ljóshærðar
og alveg eins og þær ætla ekki að taka bílpróf strax, finnst það nú alveg óþarfi , amma og afi keyra þeim allt sem þær þurfa.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.