Bloggið í messi. Og Fór að Laugum í dag.

Veit ekki hvað er að gerast, fæ allskonar síður sem ég er ekki að biðja um
Verð að hringja í meistarana hjá mbl.is á morgun.
Við fórum að Laugum í dag ég hafði aldrei séð fínu íbúðina sem þær voru að fá
Dóra mín og stelpurnar, yndisleg íbúð í elsta hluta
Héraðsskólans að Laugum. Reykjadalurinn er að sjálfsögðu töfraveröld,
og ég tel það vera forréttindi að fá að njóta þessa skóla,
og ekki má gleyma Valgerði skólameistara og hennar starfsliði
það hlýtur að vera alveg frábært, annars væri ekki skólinn svona góður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ,

langaði bara til að kasta á ykkur kveðju og óska ykkur gleðilegs árs.

Gaman að sjá fjölskyldumyndirnar þínar. Þessi börn eru ekkert smá falleg. Verst hvað maður sér ykkur öll sjaldan.

Kveðja frá Danmörku, Maja frænka og Stebbi.

Maja frænka (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæl Milla, ég hélt að messið á blogginu væri stífla í nokkrar bloggsíður og þess vegna tóku þeir mig í leiðinni til að ritskoða. Ég er því himinsæl að vita að svo er ekki. Annars hef ég ekki mikið að fela.

Mikið var gott hjá þér að fara að Laugum, þetta er nauðsynlegt. Hér fyrir sunnan er rok og rigning, ég notaði blogg stífluna til að þvo ullarföt . Góða nótt eva

Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku frænka mín, Stebbi og ? krúsidúlla.
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. ég sendi ykkur öllum jólakveðju á bloggið hjá Þorgerði, var ekki gaman að hittast svona á jólum, í Bretaveldi?
                             Kveðjur til ykkar
                               Milla og allir á Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 05:43

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra Eva hélt líka að það væri verið að rugla mér út úr kerfinu,
en nei það er engin hætta á því við erum svo, skemmtilegar,
menningalegar , listrænar, nei á ég ekki að hætta núna???
veistu að við erum ekki nema 20 mínútur fram í Lauga, og það er alltaf jafn yndis-fagurt að aka um þessi svæði, Aðaldal,  Reykjadal, Mývatn og fara svo hringinn  niður með jökulsánni austan megin, fara í Ásbyrgi, Hljóðakletta og síðan heim til Húsavíkur.
Þetta svæði er algjör paradís eins og reyndar allt okkar fagra land.

                              Kveðja Milla
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 05:53

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Kæra Milla frænka, mikið áttu gott að vera rétt hjá mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi. Það eru um tólf ár síðan ég fór um svæðið seinast. Ég ætla að reyna allt hvað ég get til að fara í ár og rifja upp skemmtilegar minningar. Fyrir 20 árum var ég kokkur og öðruvísi leiðsögumaður á fjöllum og fór víða um landið í þriggja vikna túr með um tuttugu farþega. Gaman þá. Þá var Eva í Paradís

Nú er ég að gramsa eftir heimildum um Marionette, (strengjabrúða) sem ég gerði af Halldóri Laxness fyrir 30 árum, það er verið að skrá safnið á Gljúfrasteini. . Heyrumst seinna, gangi vel kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2008 kl. 15:12

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva ert þú í því að gera strengjabrúður?
Hvað er það sem þú gerir á sviði lista, langar aðeins að frétta af því.
                    Kveðja. Milla frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 16:33

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Nei, nei, Milla mín ég er löngu hætt 30 ár síðan. Ég kynnti mér þó allt um þá list, lærði og gerði bara eina strengjabrúðu og hún er af Halldóri. Ég gerði nokkrar handpuppet brúður en þetta er allt saman grafið í felum oní kassa eða kistum, ef ég hef ekki fórnað þessu góssi. Annars kemst ég ekki í þetta dót því geymslan er lítil og yfirtroðin.

Kennarinn minn í Boston var Dr. Deborah Daw síðar Heffernen. Hún var vel menntuð í fræðunum og hafði kennt við École d Humanité í Swiss og varð síðar Vise President í Boston University. Hún er rithöfundur núna og skrifaði An Arrow Trough The Heart , eftir hjartaáfall 1997.

 Við áttum að skila lokaverkefni í Classical Marionette og ég valdi Halldór af sérstakri ástæðu, sem ég er að skrifa um og segi þér seinna.

Ég útskrifaðist í Myndlist frá The Musem School of Fine Arts í Boston og fór áfram í Tufts University í rússneskar bókmenntir með meiru 1984.

Ég hef enga aðstöðu til að gera neitt í myndlistinni núna. Tek myndir, skrifa og reyni að una við mitt. Finn þó að skapandi hugsunin loðir við mig. Núna nýt ég þess að sjá myndlist eftir aðra. kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2008 kl. 18:18

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Eva mín fyrir skemmtileg svör að vanda hafðu það sem best
                        Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband