Rifin niður í kassa.
5.1.2008 | 07:51
Hvað ætli það séu mörg hús í geymslum
út um allt land, sem átti svo að reisa síðar.
Síðan er aldrei fjármagn til að framkvæma það.
Ég er algjörlega andvíg niðurrifi gamalla húsa,
en geri mér grein fyrir því að sum hús eru ónothæf.
Þá á bara að henda þeim, annars á að láta þau standa.
Kaffihús í hljómskálagarðinum, hljómar vel,
og alveg endilega að hafa það þannig að maður sjái yfir hina ægifögru
göngubrú sem trónir eins og skrattinn úr sauðaleggnum
yfir Hringbrautina.
Auðvitað eru þeir Dr. Dagur og hans fólk bæði í núverandi og þáverandi
Borgarstjórn búnir að gefa grænt ljós á, steinsteypu, stál og gler.
Ó ég get varla beðið eftir því að líta þessi herlegheit augum,
þetta er svo súper flott.
Ef af þessu öllu verður sem áætlað er þá eigum við engan gamlan bæ,
það eina sem fólk sér eru þessi nýju hús sem gnæfa yfir allt.
Góðar stundir.
![]() |
Laugavegshúsunum bjargað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.