Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Erum við hamingjusöm?
7.1.2008 | 09:45
Já líklegast erum við það,
við viljum allavega láta alla halda að við séum það.
Flestir eru mjög glaðir í vinnu, skóla og allstaðar út á við,
en er heim kemur þá er annað hljóð í skrokknum,
sumir hjálpa til með glöðu geði, aðrir með fýlusvip
og en aðrir með ánægju.
nokkrir eða eru það margir? leggjast bara upp í sófa ekkert
kemur þeim við.
Ef það koma gestir eru allir afar fljótir til að setja upp sparisvipinn.
Svo það er ekki nema von að fólk haldi að við séum hamingjusöm.
Auðvitað eru margir það, en mikið vantar upp á góða og
kærleiksríka samvinnu fólks.
É veit að ég fer með rétt mál.
Góðar stundir.
Hamingja á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum
- Namibía: hvenær koma Íslendingarnir aftur?
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
Eldri færslur
2023
2021
2020
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Minnir mig á eitt sem kom okkur systrum verulega á óvart í gamla daga. Það voru að víkja sér að okkur konur sem hrósuðu pabba í hástert, hann væri alltaf svo hress og kátur í vinnunni. Við urðum alveg hissa enda þekktum við ekki þá hlið, oftast bara fyrir og reknar inn í herbergi og í okkur mátti ekki heyrast.
Þannig að það er margt til í þessu hjá þér Milla mín
Ragnheiður , 7.1.2008 kl. 11:58
Já, fílan er leiðinleg. Ég þekki vel mann sem bjó með konu sem stjórnaði með fílu, hann var hreinlega skemmdur eftir þá sambúð. Ég er hætt að brosa í gegnum allt og er líka hætt að segja að það sé allt í lagi þegar það er ekki í lagi, finnst bara að maður eigi að geta deild vellíðan og vanlíðan. Mér finnst samt betra að vera jákvæð, það hefur góð áhrif á mig sjálfa. Mér líður alltaf best heima hjá mér.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 12:26
Já við eigum rétt á að segja allt sem er satt og rétt
af hverju eigum við að kófera með sjálfum okkur og öðrum,
Það er alveg komin tími til að opna þessa umræðu.
það er engin sem þarf að koma fram og játa eitthvað fyrir alþjóð,
heldur fyrir sjálfum sér og breyta sínu lífi.
Hallgerður ég skal segja þér að ég finn frið með sjálfri mér
þegar ég tjái mig um þessi mál.
Ásdís og systur mínar kæru, á mínu uppvaxtaheimili var það mamma sem stjórnaði með fýlu, og þá var nú eins gott að vera prúður,
Pabbi var alltaf sama ljósið, en ef hann sagði t.d. litla stelpan mín
þú ættir nú kannski að gera þetta svona eða hinsegin,
þá fór maður eftir því, maður vissi að það var rétt sem hann sagði.
Allt sem mamma kenndi okkur var stórkostlegur skóli út í lífið.
þó hún væri oft í fýlu, en það var nú aðallega út í pabba.
Feluleikinn þoldi ég aldrei og þegar pabbi drakk þá þurfti maður að taka þátt í því að kóvera, en ég elska þau nú samt.
Eins og ég hef sagt áður þá var pabbi besti vinur sem ég hef átt um ævina, og nú er Ingó bróðir tekinn við því hlutverki, hann er ekki já maður, hann segir það sem honum finnst. og það líkar mér vel.
Takk snúllurnar mínar fyrir góð komment.
KveðjurMilla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2008 kl. 13:35
Ég tek innilega undir með ykkur.Þegjandi fýlu og drottnandi fýlu sér maður allt of oft.
Andlegt ofbeldi á náttúrulega ekki að líðast.
Solla Guðjóns, 7.1.2008 kl. 17:59
Nei það á ekki að líðast Ollasak. takk fyrir innlitið.
það er eitt sem er svo erfitt að konur t.d. fatta ekki alltaf að þær eru beittar andlegu ofbeldi.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2008 kl. 18:15
Á Íslandi, þar sem allir eru hamingjusamir er betra að sýna ekki fílusvipinn þegar gesti ber að garði...Þetta kallast vera yfirborðmennska og hún er á háu stigi hérna... Samanber: Ef við hittum manneskju sem var að koma frá prestinum með vottorð um að sættir milli hjónanna hafði ekki borið árangur...
Að sama manneskja væri að missa húsið sitt og skuldaði tvöfalt meira en andvirði hússins er...
Við heilsum og spyrjum viðkomandi. Sæl(l). Hvernig hefur þú það....Mjög gott, þakka þér fyrir, er venjulega svarað ....Jú við erum afar hamingjusöm...öll.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.1.2008 kl. 19:25
Já Guðrún Magnea mjög hamingjusöm, við erum
svo góð í frontinum, eins og ég segi þá verðum við að breyta þessu,
upp á borðið með vandamálin og segja sannleikann.
Stelpur mínar ég er nú örugglega elst af ykkur og hef reynslu eftir því.
ÉG veit þetta allt hef reynt þetta allt og gæti sagt ótal sannar sögur
bara frá mínu lífi, þær koma örugglega í slumpum
Kær kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2008 kl. 20:27
Hallgerður mín, mamma er ekki "geðveik"
Enn hvað á maður að nefna svona óstjórnlega stjórnsemi?
Það er eiginlega alveg sama hvernig vandamálin eru í
uppvextinum, barnssálin er sú sama hjá öllum.
Í mínu tilfelli bjargaði það miklu að það voru til peningar
okkur skorti aldrei neitt, "nema" Öryggi.
Pabbi minn var afar sérkennilegur drykkjumaður, hann gat verið edrú
í nokkra mánuði, en svo allt í einu tók minn sig til og drakk marga daga í röð, þá missti maður öryggið, svo vann maður það upp aftur
var farin að treysta, þá hrundi allt aftur.
Ég á eftir að blogga um hana móður mína einhvertímann.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2008 kl. 20:48
Æ Milla. Ég veit ekkert hvort aldur á að aftra okkur frá því að hafa skylning á lífinu...Mér finnst í seinni tíð ( ég er 60 ára síðan 28. apríl 2007), að yfirborðmennskan og hvers konar skjöldur sé lagður yfir sannleikann...! Enginn tjáir sig út frá innstu sannfæringu eða segir að sér líði illa eða sá hinn sami sé óhamingjusamur og jafnvel á ystu nös...! Ef til vill vegna þess að spyrjandinn dýrkar yfirborðsmennsku sjálfur og sá spurði vill ekki gera lítið úr sér...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.1.2008 kl. 20:50
Það er nú ekki það að mér fynnist ég vera gömul, ég hugsa aldrei svoleiðis, er alltaf jafn ung í anda.
Ég var kannski of bjartsýn að halda að ég væri mikið eldri en þið,
en auðvitað kemur þetta ekki aldri við, miklu frekar þroska, og hann getur maður fengið á fáum árum. Guðrún Magnea mín ég tel ekki að okkur eigi að finnast við vera að gera lítið úr okkur með því að tala hreynnt út.
þeir sem dýrka yfirborðmennsku og vilja ekki hlusta á nokkur sannleikskorn, geta að mínu mati verið heima hjá sér.
KV. Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2008 kl. 21:33
Kæra Milla... Þú ert ekkert gömul.. Ég er að ná þér...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.1.2008 kl. 21:45
Takk snúllan mín ég er ekki að hafa neinar áhyggjur, og hef aldrei haft
Stelpur ég er frábær og hef alltaf verið og ég elska sjálfan mig.
HEYR HEYR fyrir mér Töffarinn Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2008 kl. 21:58
Ég er sammála þér. Þú ert frábær....Einnig getur þú bætt við...Ég er mjög falleg kona...!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 01:21
Elskan skín í gegn af góðu fólki en stundum verðum við að muna að láta hjartað ekki liggja utaná fyrir fuglana að kroppa í.
Mamma grét en pabbi hló. og maður situr uppi með genin til Millu.
Eva Benjamínsdóttir, 8.1.2008 kl. 04:49
Takk kæru vinur, maður á að hæla sjálfum sér.
Ef að manni tekst á morgnana að teiga úr sér, breiða faðminn á móti
alheimskraftinum og segja: ,, Góðan daginn, það verður góður dagur í dag og ég er æðisleg og flott, mun nota það fyrst og fremst á sjálfan mig, Verkirnir minka um helming, góða skapið fær að njóta sín,
þú ert tilbúin í daginn."
Enn blessaðar verið þið stundum vaknar maður og þarf hjálp,
þá tekur maður því, ber á sig extra mikið af olíum,
liggur í rúminu og les eitthvað skemmtilegt.
Það er samt sjaldan sem þetta gerist.
Knús og kveðjur á ykkur.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2008 kl. 08:10
Hallgerður mín ég misskyldi þig ekki, ég sagði :,, Mamma er ekki "geðveik", en hvað á að nefna svona óstjórnlega stjórnsemi?
Bara svo þú vitir það þá misskil ég ekki, svo glatt fólk og ég er ekki móðgunargjörn, ef fólk kann vel við að ræða saman þá er það ekkert að agnúast. Æ snúllan mín hafðu það bara gott í Hollandi.
Lofa að gera ekkert í aldursmálunum á meðan.
Kveðja Milla.
P.s. enn hvað verður þú lengi
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.