Að vera meðvituð um eður ei.

Hverjir eru meðvitaðir um ef ekki er komið fram af
réttlæti, virðingu, heiðarleika svona væri endalaust hægt að telja upp
Er fólk meðvitað um framkomu annarra við þá,
bæði af eiginmönnum, börnum, vinum, vinnuveitanda og almenningi.
Sumir eru sem betur fer meðvitaðir og reyna að laga  til í málunum,
en ekkert gengur, þannig að viðkomandi gefst upp og losar sig við meinsemdina.
þvílíkur léttir.

þeir sem eru ekki meðvitaðir, drattast áfram þreyttir, daprir
og allt er ekki eins og það á að vera, það er sagt:,, Þú stendur þig ekki nógu vel"
þú ert ómöguleg, farðu nú að gera eitthvað í þínum málum.
Sumir lýða það allt sitt líf að það sé beitt andlegu ofbeldi.
Fórna sér fyrir fjölskylduna, vinnuna, og alla sem níðast á þeim.
og þeir fá engan kærleika.
kærleikur er ekki til í þeim sem beita ofbeldinu.
því er meira að segja beitt gagnvart börnunum okkar í skólanum.
Sem betur fer er til fólk sem kann að lifa saman í kærleikanum,
heiðarleikanum og talar saman um alla hluti.
Svo hart sem það er að heyra það, þá er það þeim
sjálfum að kenna að allt er eins og það er.
Þeir ómeðvituðu leyfa þessu að gerast.
                                    Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert alveg frábær Hallgerður, þú ert með þetta allt á hreinu.
Dagsönn eru þessi orð þín.
það sem mér finnst merkilegast, alveg sama hvað maður er gamall, er þegar maður byrjar að uppgötva meðvirknina
og að hún sé ekki gott veganesti út í lífið, þá samt sem áður spyrnir maður við fótum og afsakar þetta og hitt,
en það er ekki hægt að afsaka neitt. Annað hvort ólst maður upp í  munstri meðvirkninnar með öllu því sem því fylgdi,
eða hinu munstrinu, svei mér þá, það er rétt, það eru allir meðvirkir.
Mun kaupa þessa bók-- Aldrei aftur meðvirk.
                               Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

En ég ætla aðeins að þreyta þig, þarft ekki að svara.
Auðvitað erum við ekki með allt á hreinu, þó svo að við vitum
hvað er á hreinu.
Ég fékk nýtt líf 1993 og þá var ég búin að vera að undirbúa það
í mörg ár, en heldur þú að við séum enn þá meðvirkar
finnst við erum svona ráðgefandi við erum það.
                             Kveðja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2008 kl. 16:36

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður þú finnur fyrir óþægindum í hjartastað, en ég finn fyrir
hundleiða og þá segi ég eitthvað.
Eina fólkið sem mér hefur fundist erfitt  að hætta að taka ábyrgð á
eru börnin mín sem ég þarf ekki að taka ábyrgð á, en ég er að vinna með þetta og eins og þú segir þá er þetta endalaus vinna
en ég hef nógan tíma og það er gaman að sjá árangurinn
það segir þú satt.
Eins og ég hef örugglega sagt áður þá er vinnan endalaus vegna þess að maður er alltaf að uppgötva  eitthvað gamalt  og nýtt sem þarf að takast á við, og maður gerir það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.