Fyrir svefninn.

Egill Jónasson á Húsavík heyrði rætt um það,
hve stúlkur væru undarlega leiknar í því að skilja hermennina.
                            Þá  kvað  Egill:

                                  Merking orðanna mörgum dylst,
                                  miskvikna heiftarbál.
                                  Eitt er það þó, sem alltaf skilst:
                                  Alheimstungunnar rósamál.


Um CHR. Popp á Sauðárkróki.

                                  Hver bar hatt á kolli
                                  hæstan norðanlands?
                                  Það er skrýtinn skolli
                                  sköpulagið hans:
                                  Klofið enginn segist sjá,
                                  en handleggirnir hér um bil
                                  hnjákollunum ná.

                                                                   Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir


nýjasta nýtt til að spara tíma.  







Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fer að sofa með bros á vör.  Góða nótt

Ía Jóhannsdóttir, 10.1.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Milla mín góða frænka, þú ert greinilega A manneskja , ferð tímalega í háttinn og upp við fyrsta hanagal og ert virk allan daginn. Ég er B manneskja  vaki, les, skrifa og drollast fram undir morgun og heyri ekkert í hananum. Nú stendur til að breyta þessu með mig samkvæmt læknisráði. Verð að sprikla eitthvað í leikfimi, líkamsrækt eða sundi einsog það er nú óskemmtilegt. Leita nú ljósum loga að skemmtilegri heilsueflingu og stefni að því að verða B+manneskja með vorinu.

Góða nótt   eva frænka

Eva Benjamínsdóttir, 10.1.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mikið er þetta sætt Ásdís mín, Takk.

Það er gott að fara að sofa með bros á vör,
varst þú nokkuð að hugsa um drauga? nei bara spurði.

Eva mín kæra frænka þú ert AAA persóna.
Ég hef alltaf verið svona skrýtin eins og fólk segir um mig,
bara nýhætt að fara á fætur um k.l. 4 = 5. mér hefur ætíð fundist morgunninn besti tími dagsins, vakna í kyrrðinni og njóta hennar áður en skarkali heimsins byrjaði.
                           Kveðja Milla frænka.
p.s. prófaðu bara að snúa við blaðinu, Ha. líkamsrækt, já ein leið til þess.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2008 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband