Er valdabarátta í gangi?

Er hvergi friður í þessu þjóðfélagi?
Er valdabaráttan öllu yfirsterkari?
Er peninga græðgin að fara með  fólk?

Ég er öryrki  og ég veit eiginlega ekki hvað þetta bandalag gerir
fyrir okkur, þá er ég ekki að segja þetta neikvætt,
hef bara aldrei kynnt mér það.
Einu sinni hringdi ég í þetta bandalag og bað um svör við
nokkrum spurningum, ekki vantaði röksemina,
Frúin sem ég talaði við ætlaði að skoða þetta fyrir mig og hringja
tilbaka samdægurs, það eru tvö ár síðan, hef eigi heyrt í henni aftur.
Konan var sögð lögfræðingur.
Ákvað ég að láta hana bara eiga sig. Dæmi ekki  félagið  eftir
framkomu einnar konu.

Þar sem ég veit ekki mikið um þetta mál og eða félagið í heild sinni,
mun ég ekki úttala mig um það,
en eitt veit ég að þjónusta, aðbúnaður og aðstoð þarf að vera í toppstandi.
Annað er ekki sæmandi fyrir Öryrkjabandalagið.
                         Góðar stundir.


mbl.is Sigursteinn segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband