Ellefu þúsund manna varðlið stöðvi ofbeldi gegn börnum.

Sigríður og Svava Björnsdætur.
Hrinda af stað námskeiðinu  verndarar barna á næstu mánuðum,
á vegum samtakana Blátt Áfram.
Bæjarfélög eru að taka vel í þessi námskeið sem kenna fólki
að skynja ef eitthvað er að.
Strax er farið að bregðast við, Ísafjörður og Hveragerði
eru þau bæjarfélög sem þegar hafa tilkynnt þátttöku,
öll hin munu örugglega fylgja eftir.
Það stendur í lögum um barnavernd, ( ef mig misminnir ekki)
að borgari sem verður var við ofbeldi eða slæma umhugsun
á börnum, beri að láta vita.
Enn fólk er svo hrætt við að láta vita.
Maður er hræddur við það sem maður þekkir ekki, eða þekkir.
Þær systur segja að fólk sé að átta sig á því að það þurfi að takast á við hlutina
í stað þess að neita að þeir hafi gerst, þar er ég alveg sammála.
Þessi námskeið eru alveg bráðnauðsynleg.
Vona ég að  allir kennarar, leikskólakennarar, félagsfræðingar
og foreldrar geti séð sig fært að sækja námskeið af þessu tagi.
Það hlýtur að takast, því við verðum að vakna upp og
viðurkenna að, það gerist  hjá okkur öllum.
Þær eru frábærar þessar systur og þeim á eftir að farnast vel
í öllu sem þær taka sér fyrir hendur.
                                   Alheimsorkan mun styrkja þær.
                                               Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ætli verði þá ekki að fjölga starfsmönnum Barnaverndar ? Það þarf að gefa út bækling með því hversu skal skima eftir...hvað er hættumerki og svoleiðis..

Þá er ég að meina kynferðisofbeldið

Ragnheiður , 12.1.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Sæl mín kæra Ég er sammála því að þetta er afar mikilvægt og gott starf sem þær systur eru að hrinda af stað. Þú ferð rétt með tilkynningarskylduna, við eigum að láta vita ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt hjá börnum í kringum okkur. Þarft og gott verkefni og nafnið fallegt: Verndarar barna.

bestu kveðjur norður

Rannveig Þorvaldsdóttir, 12.1.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Ragga mín, nei ég tel ekki að það þurfi að fjölga svo mörgum,
og þótt svo væri þá mundum við borga það með glöðu geði.
Bæklinga:  já ég held að það sé til eitthvað ritað efni um þessi mál,
en hef ekki trú á að fólk lesi þá frekar en allt annað sem kemur inn um dyrnar hjá okkur.
Ef á heildina er litið, þá sé ég það fyrir mér að fyrst sinna þær bæjarstarfsmönnum, og vonandi síðar færu þær um landið með
þessi námskeið. Þetta á leið inn í hjarta okkar allra.

                                Knús á þig Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þær systur eru að gera rosalega góða hluti og auðvitað eiga allir að stuðla að verndun barna og ekki að snúa höfðinu í hina áttina! börnin eiga ekkert nema gott skilið

Huld S. Ringsted, 12.1.2008 kl. 17:08

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Rannveig mín fyrir innlitið, já það hefur vantað í áraraðir allt það sem er að koma í dag, þessi námskeið,það er svo margt sem getur komið í ljós ef við bara opnum huga okkar fyrir því.
Stígamót, Sólstafir, Aflið, og núna var ég að lesa um einhverskonar hjálp sem ætti að koma tilhanda  þolendum hér á Húsavík.
Þetta hlýtur að vinnast með tímanum.
Þar sem þú ert að mínu mati frábær persóna, kennari og ert með opin huga fyrir þörfum barna, eftir allar spjallstundirnar okkar þá veit ég að þú misskilur mig ekki, er ég segi að  flest allir sem vinna með börn þurfa á svona námskeiði að halda, og margir þurfa að læra að vinna vinnuna sína. Vonum það besta fyrir okkur öll.

                    Hjartans kveðjur til ykkar mæðgna
                           Gamla settið á Hólnum.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 17:14

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín það er satt hjá þér börn eiga bara gott skilið.
Má til að segja ykkur frá fyrstu minningu minni í sambandi við ljótleika í framkomu við börn, þið vitið það er sama hvernig börn eru þau eiga öll rétt á virðingu.
Við vorum stödd hjá vinafólki mömmu og pabba, þau áttu þrjú börn
tvær stúlkur og einn dreng, yngri stúlkan var öðruvísi, við fórum allar þrjár út að labba, ekki leið á löngu þar til við mættum nokkrum krökkum og fóru þau að stríða þeirri yngri, við reyndum að flýja af hólmi, en þá fóru þau að grýta hana.
Þessu gleymi ég aldrei meðan ég lifi.
Ég eignaðist einnig tvö frændsystkini sem voru öðruvísi.
Það eru ennþá til svona fordómar  og þeir eru líka hjá foreldrum
öðruvísi barna. Við vorum stödd í búð ekki alls fyrir löngu, þá kom til
okkar drengur, talaði fyrst við Gísla og svo við mig og var ég að svara honum, er móðir hans birtist og sagði honum að koma, hún horfði ekki á mig, snéri sér bara undan með drenginn.
Þetta þarf líka að laga, við erum ekkert of góð til að gefa okkur tíma
til að tala við öll börn.
                          Kveðja Huld mínMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 17:35

7 Smámynd: Heidi Strand

Það var viðtal við norskan sérfræðing á NRK i kvöld í tengslun við kynferðisofbeldi gegn börnum og hann sagði að af allri slæmri reynslu væru afleiðingar kynferðisofbeldis það versta fyrir börn og unglinga. Miklu verra en annað sem þau geta orðið fyrir.

Heidi Strand, 12.1.2008 kl. 22:36

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já því get ég trúað það liggur eiginlega í hlutarins eðli.

Takk fyrir innlitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband