Fyrir svefninn.

Magnús Teitsson var eitt sinn að vinna að fiskverkun
í ÞORLÁKSHÖFN með manni, sem Steindór hét Egilsson.
Þeir fengu sér einhvern tíma í staupinu, og þá fór
Magnús að glettast við Steindór og kveða til hans,
meðal annars þetta:
                                 Þú ert Steindór stórlyginn,
                                 stelur frið og eykur tjón.
                                 Aldrei hefur andskotinn
                                 átt sér betri samverksþjón.

Og enn kvað Magnús

                                Þá mun flestum friðar von
                                og fækka í vítis pælu,
                                ef hann Steindór Egilsson
                                fengi himnasælu.

Ein létt hún heitir Slys.

                                Oft hafa slysin ungmeyjar hent
                                og afvega leitt, þó góð sé þeirra artin.
                                Nú hefur Beta mín brotnað í tvennt,
                                og bágt að vita, hver á annan partinn.

                                                      Góða nótt.Sleeping
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar "fyrir svefninn" 

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 17.1.2008 kl. 20:34

2 identicon

Nattínatt

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sit samt hér enn þá og er að svara kommentum og skrifa komment
svo er það handboltinn get ekki farið inn fyrr heldur en hann er búin,
hef ekki taugar til að horfa, en verð nú samt að fara að sofa þarf að vakna sex í fyrramálið, fer kl.8. í sjúkraþjálfun.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla mín.  Var að koma heim. Góðar færslur hjá þér í dag.  Farðu varlega á morgun í sjúkraþjálfuninni.

Ía Jóhannsdóttir, 17.1.2008 kl. 21:05

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mér varð hugsað í til þín í kvöld, ég horfði líka á leikinn. Það fór alltof mikið fram hjá strákunum, þeir fengu glás af tækifærum, eitthvað slappir á því. Það gengur bara betur næst! Þetta er svo flott lið .

Gott að þú ferð til sjúkraþjálfara, ég var að byrja í dag, skoðun. Og það sem þurfti að þylja upp af minni sjúkrasögu, kom sjálfri mér á óvart.Og ég er núna fyrst að fá sjúkraþjálfun í 7ár. Það hlýtur einhver að passa mig

Við frænkurnar verðum góðar og sterkar í vor.

Takk fyrir færslurnar Milla mín góða frænka og nædínæd til þín og hinna stelpnanna líka

Farðu varlega til að byrja með...gangi þér vel, kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 17.1.2008 kl. 22:34

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki gæti ég vaknað svona snemma og farið út, og þó ef ég þyrfti þess.  Hafðu það sem best elsku Milla.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 22:58

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sammála Ásdís, óguðlegur tími. Ég fer kl 14, það er dagurinn á milli okkar. Milla þú ert AAA manneskja. Nú fer ég í háttinn, nóða nótt

Eva Benjamínsdóttir, 18.1.2008 kl. 02:03

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar þetta er ekkert mál fyrir mig ég hef alltaf verið svona árrisul, en nú orðið þarf ég að vakna tveimur tímum fyrir útkall,
svona ef það gerðist, að ég væri óvenjuslæm, eða fengi smá svona hjartakast, þá þarf ég tíma til að jafna mig eftir það, en í sjúkraþjálfun fer ég sama hvað gerist og engillinn ekur mér svona yfir vetrartímann
það er nú vissara að konan detti ekki,

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2008 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband