Útskýring á minni snemmbæru fótaferð.+ smá.
18.1.2008 | 09:51
það hafa nokkrir af mínum bloggvinum undrað sig á
minni snemmbæru fótaferð og minni snemmbæra nætursvefni.
Ég hef ætíð farið snemma á fætur,
þá gæfu fékk ég í vöggugjöf frá honum pabba mínum.
Morgunstund gefur gull í mund sagði hann alltaf, og það er rétt.
Ég vaknaði ávalt glöð og hlakkaði til hvort sem ég var að fara
í vinnu eða skóla.
síðan fór ég að búa og eignast börn, og fannst mér það afar gott
að vera búin að gera ýmislegt þegar hinir vöknuðu.
Td. er börnin voru byrjuð í skóla var ég iðulega búin að baka
kleinur og brauð laga til og elda hafragrautinn þegar þau komu fram,
ég vakti þau aldrei, þau voru með sínar vekjaraklukkur og báru ábyrgð
á sér sjálf, einu sinni lét ég son minn sofa yfir sig, hann vaknaði ekki við klukkuna,
það gerðist aldrei aftur.
Ég var svo lánsöm að geta verið heima með mín börn og fengu þau allt það
öryggi, sem því fylgdi, ég elska þau líka út yfir allar víddir,
ég hef fengið það tilbaka með þeim kærleika sem þau bera til mín,
og með þeim börnum sem þau hafa verið svo lánsöm að eignast.
og sem ég fæ að umvefja öllum þeim kærleika sem ég á.
Þegar ég var búin að ferma litla barnið, sem er sonur minn,
fór ég að vinna í flugstöðinni, þá þurfti ég að vakna 4=5 á morgnana og var það ekkert
vandamál fyrir mig, stundum var næturflug eða millilending
þá fór maður bara ekkert heim, tók því ekki,
vann þar þangað til ég missti heilsuna haustið 1992.
Að fara snemma að sofa kom bara eftir að ég fékk elsku hjartans gigtina,
Æ hún er svo yndisleg, hún fer stundum en kemur ætíð aftur
En svona í alvöru yfir hverju er fólk að hanga á fótum, ef það eru ekki gestir eða eitthvað.
Ekki er varpið til að hrópa húrra fyrir, miklu betra að skrýða upp í,
lesa eða hlusta á góða tónlist
Jæja nú vitið þið skýringuna, fékk þetta í vöggugjöf.
Kveðjur Milla. öll.
Athugasemdir
Sæl elsku Milla duglega frænkan mín, sem þarf ekki einu sinni hanagal til að vakna.
Þetta er alveg satt hjá þér, morgunstund gefur gull í mund. Þetta sagði hún mamma mín alltaf og þið eruð bestu mömmur í heimi.
Eva Benjamínsdóttir, 19.1.2008 kl. 02:00
Takk elsku Eva mín, þú yljar mér ætíð um hjartaræturnar.
Milla frænka.
Kveðjur til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.