Ofbeldismenn.

Það gerðist, held ég árið 1990, dóttir mín var að vinna með mér
á barnum í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Inni er vél í seinkun til Grænlands og að vanda var barinn fullur af fólki.

Eins og ég hef talað um áður þá hugnast mér ekki sú framkoma sem
viðhöfð hefur verið í garð Grænlensku þjóðarinnar,
en það veitir þeim ekki rétt til siðleysis í garð annarra.

það sem gerðist var að dóttir mín var að afgreiða hóp af fólki,
og talaði maðurinn sem í forsvari var bara dönsku sem hún ekki skildi,
en það var nú ekki vandamál yfirleitt.
Á þessum tíma var ekki gefið til baka í danskri mynnt,
heldur íslenskum krónum og dönskum seðlum, þessi maður var ekki sáttur við það
og hún reyndi að útskýra fyrir honum hvernig þetta væri
við gætum ekkert gert við þessu það væru Flugleiðir sem réðu.
Maðurinn brjálaðist svo gjörsamlega og sagði margsinnis,
ég skal drepa þig! ég skal drepa þig! ég skarst í leikinn sagði stelpunni að fara inn
á lager, ýtti á löggutakkann, ( þá voru ekki komnir öryggisverðir)
þeir komu aldrei, fólkið sem var með manninum gat fyrir rest róað hann niður,
en þessi maður var ætíð með hroka er hann kom í flugstöðina.
Ég trúi öllu á svona menn.
Ég hefði átt að kæra hann fyrir þetta á sínum tíma, en gerði ekki,
trúlega ekkert komið út úr því, maðurinn  var og er svo háttsettur.
                                  Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Komdu með nafnið, ég er svo forvitin

Ásgerður , 18.1.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ, skvís ef þú lest bloggið mitt sekur eða saklaus,
þá opnast nafnið. gaman að heyra í þér.
                                           Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf að kæra ekki spurning.  Kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit að ég átti að kæra, en svona var þetta bara.
Mundi hiklaust gera það í dag.
Kveðja úr frekar leiðinlegu veðri, erum að elda okkur ekta vetrarsúpu
fulla af grænmeti, núðlum og höfum svo brauð með.
stundum hef ég kjöt út í en ekki núna.
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband