Duttu nú af mér allar dauðar í gær.

Upp úr nónbili í gær hringdi tengdasonur minn
til að vita hvort við værum heima,
hann ætlaði að koma í kaffi með litla ljósið mitt.
Er þau komu fékk ég að vita að dætur mínar hefðu farið til
N.Y.=Akureyrar, Já,Já, í snarbiluðu veðri og átti hann að bæta í vind og
skafrenning eftir því, en þær ætluðu að vera fljótar,
þær hafa nú aldrei kunnað það, sko ég meina er þær eru í búðarrápi.
En viti menn þær urðu smá skræ þegar Ingimar sendi þeim skilaboð:
,,Það er farið að bæta í vind". Svar kom: "JÁ"
Náðu samt að versla fullan jeppann, það voru matvörur, gardínur,
+ stangir og margt fleira.
Ekki var farið út að borða, eins og vanalega,Frown
heldur keyptar langlokur til að borða á leiðinni.
Tvíburarnir mínir voru með í för og ætluðu þær að koma heim og vera hér
um helgina. voru komnar um hálf átta,
ekki parhrifnar af heimferðinni, Cryingsá ekki út úr augum fyrir skafmold, og
það var frekar hvasst. eins gott að Dóra kom ekki líka, hefði mokað
yfir hana,Angry fjandans óþolinmæðin, eins og þetta hefði ekki mátt bíða.
Duttu svo ekki af mér allar dauðar er Milla mín hringdi, spurði hvort þær
væru búnar að segja mér heimferðar-söguna? Já já sagði ég en ég vissi þetta allt
fylgdist með  á síðu vegagerðarinnar í tölvunni.
En þá kom, þetta var allt Ingimar að kenna að því að hann sagði
að það væri gott veður eins og væri, en mundi versna.
En vonandi læra þær af þessu.GetLost
                                                 Móðursjúk mamma með
                                                 áhyggjur af öllu, þarf nú stundum.
                                                                 KveðjurHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður væri ekki gott foreldri ef maður ætti ekki til smá móðursýki.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Magga mér finnst við alveg mega hafa hana í friði.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 11:03

3 identicon

Jæja MAMMA     það hefði nú verið einhvað skrítið ef að þú hefðir ekki komið þessu að hér á síðunni þinni............móðursýki er jú þín sérgrein hehehehe.  og já ég kenni honum elsku Ingimar þínum pínulítið um hann var beðin um að vera veðurvörður fyrir þessa ferð en blés ekki hærra en það að hún var farinn. Enda aumur í öxlinni eftir mína heimkomu.  Nei þetta var ekki skemmtilegt og hugsaði ég allan tímann að ég væri tveggja stúlkna móðir og ætti ekki að vera þarna.Já, móðursýki er allt í góðu en hún getur líka verið allt of mikil og án allra stuðla og þá getur kæruleysi og heyrnatap átt sér stað.

Kveðja þín dóttir MILLA.

Milla jr. (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku litla stelpan hennar mömmu sinnar móðursýki eru áhyggjur.
Snúllan mín hingað til hafið þið systur kallað þetta stjórnsemi
og hafið gaman af. "Bíðið bara!" styttist óðum í það sama hjá ykkur,
þá skal nú mamma pota í ykkur, en það má nú sjálfsagt ekki, þá er ég of stjórnsöm. Þessi ferð endaði vel, en hefur kannski kennt ykkur eitthvað, "Öllum" líka elsku Ingimar mínum sem átti náttúrlega að segja nei það er ekki ferðaveður.
Hvað án allra stuðla, kæruleysi , heyrnatap, kannast ekkert við það.
                       Elska ykkur  öll.
                         Tengdó, Mamma og amma


Ps. Eitt, en er þið farið öll til USA í sumar þá læt ég bara svæfa mig á meðan

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2008 kl. 09:08

5 identicon

Já ég held að það væri þjóðráð. En það eru nú góðar horfur núna á þessum tímum tækniþróunnar. Það eru komnir þriggja banda GSM símar þannig að þú munt ekki þurfa að kalla út Ameríska björgunarsveit á okkur ef að við vogum okkur ekki að hringja á hverjum degi.  Vitna hér með í ferðina árið 2000.

Milla jr (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verðum að fá okkur svoleiðis síma. ferðin 2000var hræðileg fyrir ömmu sem hafði svo miklar áhyggjur af litla barninu, sem þið hefðuð átt að leifa ömmu að passa

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband