Hrákar út um allt!!!

Var að lesa um umgengni í pistli eftir Guðmund Andra Thorsson,
í Fréttablaðinu í gær.    Hrákar á almannafæri.
Maður hrekkur í kút, ég held að því að þetta er svo stórt vandamál
sem við höfum bara, ekki viljað vita af, en öllum finnst þetta ógeðslegt.
Nokkuð gott hjá honum að telja að fólk hræki á almannafæri
að því að almannafærið er svo ljót. Engum þykir vænt um það.
Hrákar hafa frá alda öðli viðhafts.
það er ekki fyrr en með siðmenningunni og malbikinu
sem við förum að taka eftir þessum viðbjóð.
Mér datt svona í hug hvort það væri ekki hægt að
lögbanna tyggjónotkun alveg eins og sígarettur
hvort tveggja er jafn mikill viðbjóður.
Er ég kannski ein um að finnast það?

Það sem hann ritar um fegurð húsa er hugarkonfekt að lesa.
Sjávar síðuna eru þeir búnir að eyðileggja
og það er svo langt síðan það hófst,að sumir ráðamanna þessa lands,
muna ekki eftir því hvernig Skúlagatan leit út, enda ekki von á,
þeir eru svo ungir, þeir sem muna, sáu ekki fegurðina,
fyrir niðurrifstefnunni. þetta er búið og gert og vona ég að menn
taki sig til núna og verndi, byggi upp og skapi fagurt umhverfi
eins og hægt er innan um turnana.
                                                                    Góðar stundir.

P.s. stuðlum að hugarfarsbreytingum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband